27. maí 2024
27. maí 2024
Fyrsti fundur stýrihóps um flugbrautaröryggi á Íslandi
Hinn 21. maí sl. var haldinn hjá Samgöngustofu fyrsti fundur nýstofnaðs stýrihóps um flugbrautaröryggi á Íslandi.
Markmið Samgöngustofu með stofnum stýrihópsins er að koma á fót formlegum samráðsvettvangi ólíkra hagsmunaaðila um flugbrautaröryggi á Íslandi, með áherslu á flugbrautarátroðning, akbrautarátroðning og atvik þar sem loftför fara út af flugbraut. Kallað var eftir þátttöku hagsmunaaðila, þ. á m. fulltrúum notenda, þ.e. flugrekenda, flugklúbba, flugskóla og samtökum flugmanna og flugáhugafólks, auk öryggisnefndum fagfélaga flugmanna og flugumferðarstjóra. Einnig rekstraraðilum flugvalla og flugumferðarþjónustu.
Góð þátttaka var á þessum fyrsta fundi stýrihópsins. Var þar m.a. samþykkt verkefnislýsing sem sjá má hér.