Fara beint í efnið

30. september 2024

Fréttabréf september 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands september 2024.

Haustmynd - mobile1

Fjölmenni á Tengjum ríkið!

Mikill áhugi var á ráðstefnunni í ár sem var með breytingastjórnun að leiðarljósi með sérstakri áherslu á innleiðingu stafrænnar þjónustu og ferla. Um 500 manns sóttu ráðstefnuna og um 150 fylgdust með í streymi. Unnið er nú úr þeim öflugu vinnustofum sem voru að morgni ráðstefnudags sem og þeirri endurgjöf sem hefur borist frá ráðstefnugestum. Viðurkenning fyrir Stafræn skref stofnana stofnana var veitt í þriðja sinn og óskum við öllum þeim sem hafa tekið stafræn skref á árinu innilega til hamingju.
Sjáumst á næsta ári !

Tengjum ríkið 2024


Stafræn skref stofnana 2024

Óskum Samgöngustofu og Sjúkratryggingum til hamingju með fullt hús stiga.

Stafræn skref stofnana 2024


Vinnustofur á Tengjum ríkið

Fjórar vinnustofur voru haldnar að morgni ráðstefnudags en þær voru: Þjónusta, Tækni og þróun, Framtíðarsýn Ísland.is og Ávinningsmat stafrænna ferla.

Lesa nánar um vinnustofurnar


Umboð á Ísland.is

Stafrænt Ísland hefur byggt umboðskerfi inn í innskráningarþjónustuna Innskráning fyrir alla. Umboðskerfið er aðgengilegt öllum opinberum aðilum gjaldfrjálst.

Lesa frétt um umboð Ísland.is


Ávinningsmat stafrænna ferla

Stafrænt Ísland hefur þróað módel sem styður við ávinningsmat stafrænna ferla en matinu er ætlað að styðja við ákvarðanatöku og forgangsröðun verkefna.

Lesa frétt um ávinningsmat


Velkomin Vísindasiðanefnd!

Við bjóðum Vísindasiðanefnd velkomna í Ísland.is samfélagið en nú hafa 40 opinberir aðilar flutt vef sinn á Ísland.is.

Skoða vef Vísindasiðanefndar


Starfsleyfi á Ísland.is

Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna er nú komin á Ísland.is sem einfaldar líf heilbrigðisstarfsfólks til muna. Heilbrigðisstarfsfólk getur sömuleiðis nálgast starfsleyfi sín á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.

Umsókn fyrir starfsleyfi


Viltu hafa áhrif?

Það er fjöldi leiða í boði til að hafa áhrif á stafvæðingu ferla hjá Stafrænu Íslandi sem og forgangsröðun. Fólk getur gerst Áhrifavaldur Ísland.is og þannig tekið þátt í prófunum á nýjum þjónustum og gefið þannig endurgjöf. Hægt að koma með tillögur á Óskalista þjóðarinnar og sömuleiðis getur fólk Sagt sína sögu! og þannig komið skilaboðum áfram um hvar þurfi að bæta opinbera þjónustu.


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

Mínar síður Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

Vefir í vinnslu:

  • Dómstólasýslan

  • Persónuvernd

  • Vinnumálastofnun

  • Héraðssaksóknari

  • Skipulagsstofnun

  • Lögreglan

  • Almannavarnir

  • Landspítali

Í framkvæmd:

  • Lokun eldri innskráningar

Umsókir á Ísland.is:

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Umsókn um húsnæðisbætur

  • msókn um framhaldskólanám

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsókn um nafnskírteini

  • Tilkynning um netglæp

  • Meðmælendakerfi fyrir alþingiskosningar

  • Tilkynning um netglæpi

Umboðskerfi Stafræns Íslands - í vinnslu:

  • Skila umboði á pappír

  • Tenging við lögræðissviptingaskrá