Fara beint í efnið

25. október 2022

Fréttabréf október 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands október 2022.

ISL Arangur Social media 1200x630px 1022

Ísland í 5. sæti í úttekt Sameinuðu þjóðanna 

Ísland hækkar í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu og innviðum. Í nýrri úttekt Sameinuðu þjóðanna sem gerð er annað hvert ár er Ísland nú í 5. sæti af 193 löndum, en var í 12. sæti árið 2020. Af þeim löndum sem eru í tíu efstu sætunum í úttektinni hækkar Ísland mest á milli úttekta.

Þetta stökk upp á við milli úttekta færir Ísland upp fyrir þjóðir eins og Bretland og Eistland. Þjóðir sem hafa verið leiðandi hvað stafræna þjónustu varðar og við Íslendingar höfum horft mikið til.

Lesa nánar um úttektina


Digital Summit Group Photo

Stafrænt Ísland á alþjóðlegum ráðstefnum 

Stafrænt Ísland var fengið í pallborðsumræður og flutti erindi um árangur Íslands á tveimur alþjóðlegum ráðstefnum stafrænna leiðtoga í Ottowa Kanada.

Lesa frétt um ráðstefnurnar


Skuldleysisvottorð fyrirtækja 

Nú geta prófkúruhafar fyrirtækja sótt skuldleysisvottorð fyrir fyrirtækið á Ísland.is. Umsóknin er sú fyrsta sem notar umboðskerfið til að kanna tengsl einstaklinga við fyrirtæki.

Lesa nánar um skuldleysisvottorð


stafraen skref vidurkenningahafar

Þrjár stofnanir hlutu viðurkenningu fyrir Stafræn skref 

Óskum sýslumönnum, Fjársýslu ríkisins og Ríkislögreglustjóra innilega til hamingju!

Lesa frétt um Stafræn skref


Tengjum ríkið 2022

Mikil þátttaka var á Tengjum ríkið ráðstefnunni í ár en þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin. Hátt í 400 manns lögðu leið sína í Hörpu og mikill fjöldi fylgdist með í streymi. 

Horfa á Tengjum ríkið erindi


ISL HeilbrigdisstNordurlands Social media FB 1200x630px

Velkomin HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands flutti vef sinn á Ísland.is í lok september. Það er liðsstyrkur fyrir Ísland.is að fá sérfæringa HSN til samstarfs. Velkomin á Ísland.is!

Skoða vef HSN


ISL-Mannaudstorg-rikisins Social-media 1200x630px 1022

Mannauðstorg ríkisins á Ísland.is

Mannauðstorg ríkisins, er ný upplýsingasíða um alla þætti mannauðsmála hjá ríkinu en síðan er hluti af Ísland.is. 
Velkomin á Ísland.is!

Lesa frétt um Mannauðstorg ríkisins


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi Ísland.is

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.is.

  • Vefur Fiskistofu á Ísland.is

  • Vefur Ríkislögmanns á Ísland.is

  • Vefur Landskjörstjórnar á Ísland.is

  • Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is