Fara beint í efnið

13. nóvember 2023

Fréttabréf nóvember 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands nóvember 2023.

island-is-linuteikningar-ViktoriaB-30

Birna Íris nýr framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

Birna Íris er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og er jafnframt með MBA og nám á meistarastigi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk diplómu í jákvæðri sálfræði frá EHÍ.  Undanfarin tvö ár hefur Birna starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar og upplýsingatækni, auk þess að kenna námskeið í verkefnisstjórnun á meistarastigi við Háskólann í Reykjavík.  Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður UT reksturs og öryggis  hjá Össur hf, rekstrarstjóri UT og stafrænnar þróunar hjá Högum og forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá. Birna Íris tekur til starfa síðar í mánuðinum.

Lesa frétt


Erfðamál stafvædd

Að missa ástvin er erfið lífsreynsla og flókin ferli sem liggja þar að baki. Til að létta undir með aðstandendum hafa sýslumenn endurskoðað öll ferli sem snúa að erfðamálum og uppgjöri dánarbúa. Á Ísland.is er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir aðstandendur allt frá andlátstilkynningu að legstað.

Lesa nánar um erfðamál


Stafræn umsókn um ökuritakort

Atvinnubílstjórar geta nú sótt um og endurnýjað ökuritakort með rafrænni auðkenningu þar sem upplýsingar um ökuréttindi, ljósmynd og undirskrift eru sótt í gagnagrunn sýslumanns.

Lesa nánar um ökuritakort


71% ánægja með Ísland.is

Við þróun á nýjum vörum og þjónustu er mikilvægt að fylgjast með upplifun notenda.

Lesa nánar um könnunina


Stafrænn skilnaður

Mínar síður Ísland.is hafa þróast umtalsvert undanfarin misseri. Í framhaldi af ítarlegum notendaprófunum er nú búið að uppfæra útlitið til að koma til móts við fjölbreyttan hóp notenda.

Lesa um skilnað


Tengjum ríkið 2023 aðgengilegt

Erindi frá Tengjum ríkið 2023 eru nú aðgengileg á Ísland.is

Horfa á Tengjum ríkið 2023


Stafræn hæfni

Stofnunum stendur nú til boða að taka þátt í könnun um stafræna hæfni starfsfólks. Ef stofnun hefur áhuga á að slík könnun sé gerð meðal starfsfólks vinsamlegast svarið hér að neðan til þess að fá frekari upplýsingar.

Beiðni um mat á stafrænni færni


Stafræna spjallið við Hvíta húsið í Bandaríkjunum

Stafræna spjallið breytist því í Digital Chat að þessu sinni og fer fram á ensku.

Digital Chat with the White House


Meðal verkefna Stafræns Íslands

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á réttindum til P-korts í Ísland.is appi og Mínum síðum

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Greiðsluáætlanir Tryggingastofnunar

  • Mínar síður: Greiðslur og greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Lána- og greiðslufirlit frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Stafrænt veiðikort

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um húsnæðisbætur

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is

  • Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is