Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. mars 2025

Fréttabréf mars 2025 #2

Fréttabréf Stafræns Íslands #2 í mars 2025.

svef winners 2025

Aðgengisverðlaun ÖBÍ til Ísland.is

Verkefnið Fyrir Grindavík, á vegum Ísland.is, vann til aðgengisverðlauna á Íslensku vefverðlaununum.

Á vefnum Fyrir Grindavík eru ýmsar umsóknir aðgengilegar, allt frá umsókn viðbragðsaðila um aðgang að bænum til umsókna um kaup á íbúðarhúsnæði.

Það frábæra starf ÖBÍ við að vekja athygli á og berjast fyrir aðgengi að stafrænum heimi er til mikillar fyrirmyndar og virkilega ánægjulegt að þau hafi valið verkefni Ísland.is: Fyrir Grindavík, sem sigurvegara í aðgengismálum.

Lesa frétt um aðgengisverðlaunin


Þverfaglegt rammasamningsútboð

Meðfylgjandi eru nokkrar mikilvægar dagsetningar í tengslum við þverfaglegt rammasamningsútboð Stafræns Íslands. Allar upplýsingar er að finna á Útboð.is.

  • 8. apríl: Skil tilboða og opnun þeirra.

  • 5. maí: Stefnt að afhendingu verkefna til hæfra teyma. Teymi fá 72 klst til að leysa.

  • 8. - 9. maí: Stefnt á kynningar teyma á verkefnum.

Lesa nánar um útboðið á Útboð.is


3040 rafbílastyrkir frá árinu 2024

Styrkirnir eru á bilinu 400 – 900 þúsund krónur en í heildina hefur verið veitt er 2,5 milljörðum króna í styrkina. Rafbílastyrkir eru eitt dæmi af fjölmörgum opinberum ferlum þar sem tekist hefur að nýta tæknina í hagræðingarskyni.


Fósturforeldrar í umboðskerfi Ísland.is

Miðlun á fósturforeldrum þegar um varanlegt fóstur er að ræða er hafin og tengist nú með vefþjónustu frá Þjóðskrá í innskráningarkerfi Ísland.is


Fyrsti bankinn skilar gögnum dánarbúa

Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.

Lesa frétt um stafræn skil dánarbúa


Ökuskírteini í heimsendingu

Framleiðsla ökuskírteina hefur verið flutt frá Ungverjalandi til Íslands sem mun stytta framleiðsutímann og flutningskostnað. Ökuskírteini eru sótt til sýslumanna en sú viðbótarþjónusta er nú í boði að fá ökuskírteinið sent heim.


Nýr gagnastjóri Ísland.is

Hlynur Bjarki Karlsson hefur verið ráðinn gagnastjóri Ísland.is. Hlynur kemur frá Marel og mun hefja störf hjá Stafrænu Íslandi í sumar. Við bjóðum Hlyn velkominn og hlökkum til að fá hann til starfa.


Nýtt á Ísland.is

Stafrænt Ísland heldur áfram að þróa og bæta stafrænar lausnir með reglulegum uppfærslum á bæði kjarnaþjónustum og einstökum stafrænum þjónustum. Í útgáfufréttum má fylgjast með þeim nýjungum sem fara í loftið hjá Ísland.is

Útgáfufréttir 18.mars 2025


Fundir Ísland.is samfélagsins

Helgina 7.–8. mars 2025 sameinuðust öflug teymi frumkvöðla, sérfræðinga og hugvitsfólks í Grósku til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins á Hugmyndahraðhlaupi KLAK – Icelandic Startups en Stafrænt Ísland var einn af bakhjörlum verkefnisins.

Þann 13. mars hélt Stafrænt Ísland kynningarfund um rammasamnginsútboði þverfaglegra hugbúnaðarteyma. Fundurinn var vel sóttur bæði í raunheimum og í streymi. Upptöku af fundinum er að finna í útboðsgöngum á vef Fjársýslunnar, Útboð.is.

28.apríl verður haldinn fundur með tæknistjórum ríkisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Stafræns Íslands.

Tæknistjórar ríkisins - fundur


Meðal verkefna Stafræns Íslands eru:

Umsóknir

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Umsókn um framhaldsskóla

  • Tekjuáætlun TR

  • Tilkynning um netglæp

Umboðskerfi

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

Stjórnborð

  • Tölfræði Stafræns pósthólfs fyrir stofnanir

Fundir / kynningar

  • Tæknistjórar ríkisins 28.apríl

  • Opin efnisstefnukynning 29. apríl

Ráðstefnur

  • Tengjum ríkið 18.september

Vefir í vinnslu

  • Almannavarnir

  • Dómstólasýslan

  • Framkvæmdasýslan

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítali

  • Lögreglan

  • Rannís

  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

  • Rammaáætlun

  • Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Mínar síður Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

Tilkynningar

  • Lyfjaskírteini rennur út

  • 18 ára afmæli

Stafrænt pósthólf

  • Gagnvirk samskipti

Ráðgjafar Ísland.is

  • Stofnun, rekstur og skyldur fyrirtækja

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.