Fara beint í efnið

1. júní 2021

Fréttabréf maí 2021

Stafrænt Ísland skiptir árinu upp í þrjár lotur frekar en fjórar eins og svo mörg fyrirtæki gera. Þetta fyrirkomulag er að reynast okkur vel enn sem komið er og í góðum takti við daglegt líf. Sumarið hófst því í maí með þéttri dagskrá

Reynslusögur

Stafrænt Ísland skiptir árinu upp í þrjár lotur frekar en fjórar eins og svo mörg fyrirtæki gera. Þetta fyrirkomulag er að reynast okkur vel enn sem komið er og í góðum takti við daglegt líf. Sumarið hófst því í maí með þéttri dagskrá. Ef við stiklum á stóru þá fór ný vefsíða Stafræns Íslands fór í loftið og ný síða sýslumanna sömuleiðis ásamt því að fjöldi rekstrarleyfa komst í sjálfsafgreiðslu. Beiðni um breytingu á lögheimili barns og umsókn um fulllnaðarökuskírteini eru að bresta á ásamt reglugerðarsafni sem mun breyta miklu fyrir notendur. Mínar síður eru komnar í nýtt kerfi sem og innskráningarþjónustan og prufur á nýju og uppfærðu umboðskerfi. Tvö risa mál munu líta dagsins ljós í júní en það er stafræn umsókn um fæðingarorlof og beta útgáfa af nýju appi Ísland.is.

TENGJUM RÍKIРráðstefna Stafræns Íslands um stafræna vegferð
hins opinbera verður haldin  fimmtudaginn 26. ágúst.
Takið daginn frá!


niis undirskrift bjarniben

Full aðild Íslands að NIIS

Stórum áfanga í átt að betri umgjörð stafrænnar þjónustu var náð þegar Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði samning um fulla aðild Íslands að NIIS (Nordic Institute for Interoperability Solutions) en hún vinnur að framþróun Straumsins (X-Road).

Lesa frétt!


Nýtt vefsvæði - Stafrænt Ísland

Vefsvæði Stafræns Íslands hefur fengið andlitslyftingu og er nú komið inn í svokallað stofnanaform Ísland.is.

StafræntÍsland.is


Umdæmi sýslumanna

Sýslumenn.is

Sýslumenn fluttu vef sinn fyrstir stofnana á Ísland.is þann 18. maí sl. Markmið sýslumanna er að einblína á hlutverk sitt gagnvart almenningi og láta aðra um tæknilegar útfærslur og rekstur vefsíðu.

Sýslumenn.is


Stafræn ökuréttindi frá a-ö 

Vinna við að breyta ökunámsbók á stafrænt form er hafin í samstarfi við samgöngustofu en það er stór liður í að allt ökunámsferli geti orðið stafrænt. Þá er umsókn um ökunám sömuleiðis í vinnslu í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, sýslumenn og samgöngustofu.


Rekstrarleyfi stafræn

Umsóknir um leyfi til reksturs gististaða, veitingastaða og tækifærisleyfa eru nú orðnar stafrænar og eru þær aðgengilegar á vef sýslumanna á Ísland.is gegn innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Frétt um rekstrarleyfi


Kynningarmyndband Ísland.is

Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekinn saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is sem verður í stöðugri þróun næstu árin.


Brot af stöðu verkefna:

Meðal verkefna í vinnslu þessa dagana eru:

  • Rafrænar greiðsluáætlanir opinberra skulda

  • Nýjar Mínar síður á Ísland.is

  • App fyrir Ísland.is

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsóknakerfi á Ísland.is

  • Umsókn um fæðingarorlof

  • Nýtt innskráningarkerfi

  • Reglugerðarsafn

  • Rafrænar þinglýsingar fyrir almenning á Ísland.is

  • Ökunámferlið frá námi til skírteinis í síma

  • Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni.  Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.