Fara beint í efnið

21. júní 2024

Fréttabréf júní 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands júní 2024.

Sumarmynd fyrir Ísland.is mobile

Árlegt frost framundan

Við hjá Stafrænu Íslandi óskum þess að sumarið verði hlýtt og sólríkt um allt land þó frost sé framundan hvað útgáfur varðar. Frost í útgáfum þýðir einfaldlega að engin ný verkefni eru gefin út yfir hásumarið. Teymi Stafræns Íslands standa þó vaktina enda Ísland.is samfélagið orðið ansi stórt og að mörgu að huga.

Áhugaverð tölfræði

  • 32 stofnanir hafa flutt vef sinn á Ísland.is og 21 í vinnslu.

  • Um 160 þúsund hafa sótt Ísland.is appið, þar af eru 28% virkir notendur.

  • Rúmlega 25 þúsund umsóknir fóru í gegnum Umsóknarkerfi Ísland.is.

  • 245 birtingaraðiiar birta skjöl í Stafræna pósthólfinu þar af 70 stofnanir.

  • 17 þjónustuaðilar birta gögn gegnum Mínar síður Ísland.is

  • 8 stafræn skírteini er að finna á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.

Þá er unnið er að og úr fjölda útboða á vegum Stafræns Íslands og innleiðing kjarnaþjónustna á borð við Innskráningu fyrir alla, Umsóknarkerfið og Stafræna pósthólfið er í fullum gangi. Stofnanir, framhaldsskólar og nú einnig sveitarfélög undirbúa flutning á vefsíðum sínum sem og aðgengi að gögnum einstaklinga og fyrirtækja gegnum Mínar síður Ísland.is. Tengjum ríkið, árleg ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera, er í undirbúningi og verður dagskrá kynnt síðar í þessum mánuði. Tengjum ríkið verður haldin 26. september og hvetjum áhugasama til að taka daginn frá.

Útboð á vegum Stafræns Íslands

  • Þjónustukerfi. Útboði á þjónustukerfi fyrir opinbera aðila er lokið, nánari kynning og innleiðing í undirbúningi.

  • Ráðgjafar. Er í auglýsingu á útboðsvef Ríkiskaupa en frestur til að senda inn tilboð er 12. ágúst. Lesa nánar um ráðgjafaútboðið á Ísland.is.

  • Vefumsjónarkerfi. Ríkiskaup hefur sent út beiðni um upplýsingar til undirbúnings en stefnt er að útboði næsta vetur.

  • Rammasamningur Stafræns Íslands. Á dagskrá næsta vetur.

Heilsa á Ísland.is:

Enn bætir í samstarf Embættis landlæknis og Stafræns Íslands en unnið er að því að gera heilsuupplýsingar aðgengilegar á Mínum síðum Ísland.is.

  • Bólusetningar - í vinnslu

  • Líffæragjöf - í vinnslu

  • Upplýsingar um lyf og lyfjaendurnýjun - ekki hafið


Nýjar umsóknir frá Vinnueftirlitinu


Innskráning fyrir alla tekur við af gömlu þjónustunni

Eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is lokar 1. september 2024. Innskráning fyrir alla er aðeins aðgengileg opinberum aðilum en stofnanir og sveitafélög sækja um á Ísland.is. Einkaaðilar sem hafa valið að nota rafræn skilríki til að auðkenna viðskiptavini sína geta meðal annars leitað til eftirfarandi fyrirtækja: Auðkenni, Dokobit, Kenni, Origo, Signet, Taktikal og Vettvangs.

Lesa nánar um lokun eldri innskráningar


Ný sakaskrá

Ný sakaskrá hefur verið opnuð og umsókn um sakavottorð á Ísland.is uppfærð samhliða. Dómsmálaráðuneytið, Ríkissaksóknari og sýslumenn komu að verkefninu í samstarfi við Stafrænt Ísland en það var innviðateymi Deloitte sem þróaði. Umsókn um sakavottorð var uppfærð af Origo.

Umsókn um sakavottorð


Yfirlit yfir greiðslur húsnæðisbóta frá HMS

Mínar síður Ísland.is eru í sífelldri þróun en nú hefur yfirlit yfir greiðslur húsnæðisbóta frá HMS bæst við Fjármálaupplýsingar. Undir "Greiðslur" má nú velja Húsnæðisbætur.

Mínar síður Ísland.is


Ný umsóknarferli hjá sýslumönnum


Bjóðum Ríkissaksóknara velkominn

Ríkissaksóknari hefur flutt vef sinn á Ísland.is og þar með orðin ein af um 30 stofnunun í Ísland.is samfélaginu.

Skoða vef Ríkissaksóknara


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

Mínar síður Ísland.is

  • Brautskráningargögn háskóla

  • Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar

  • Starfsleyfi sýslumanna

  • Tekjuáætlun Tryggingastofnunar

21 vefir vinnslu - dæmi um vefi

  • Vefur Lögreglunnar

  • Vefur Rannís

  • Vefur Sjónstöðvarinnar

  • Vefur Skipulagsstofnunnar

  • Vefur Umboðsmanns skuldara

  • Vefur Vinnumálastofnunar

Í greiningu

  • Meðmælendakerfi fyrir alþingiskosningar

Umsóknir Ísland.is

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Staðfesting á skólavist barns

  • Stafræn erfðafjárskýrsla

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsókn um breytingu á skólavist barns

  • Umsókn um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um heimilisuppbót Tryggingastofnunar

  • Umsóknir Lyfjastofnunar

  • Umsókn um nafnskírteini

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um starfsleyfi gefin út af Landlækni

  • Umsókn um tekjuáætlun

  • Umsókn um veðlánaflutning