30. desember 2024
30. desember 2024
Fréttabréf desember 2024
Fréttabréf Stafræns Íslands desember 2024.
Velkomin öll á Ísland.is
Fjöldi vefsíðna opinberra aðila sem hafa flutt efni sitt á Ísland.is náði 51 dagana fyrir jól. Þetta er frábær árangur og grettistak á rétt um tveimur árum en á annan tug vefsvæða til viðbótar eru að undirbúa flutning.
Nú í desember hafa fimm vefir farið í loftið en það eru Skipulagsstofnun, Landsskipulag, Hafskipulag, Persónuvernd og vefur Loftslags- og orkusjóðs. Við bjóðum allar þessar stofnanir velkomnar í Ísland.is samfélagið. Þessi samþætting tryggir umfram allt betri þjónustu til borgara sem og einfaldun á ferlum ásamt því að auka samstarf og samtal milli stofnana.
Í skoðun er að flytja Stjórnarráðsvefinn á Ísland.is sem og opna á að sveitafélög geti flutt allt sitt á Ísland.is líkt og stofnanir. Ljóst að það myndi einfalda bæði upplýsingagjöf og verkferla til muna en mikilvægt að undirbúa vel til að tryggja áframhaldandi árangur.
Um leið og við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða hugsum við með tilhlökkun til næsta árs þar sem frekari tækifæri til einföldunar á lífi fólks bíða.
Með jólakveðju,
starfsfólk Stafræns Íslands
Rammasamningur 3.0
Í undirbúningi er nýtt útboð sem snýr að rammasamningi Stafræns Íslands. Stefnt er að því að halda kynningarfund um miðjan janúar á næsta ári og auglýsa útboðið í lok janúar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á póstlista til að fylgjast með framvindu útboðsins með því að senda línu á island@island.is
Rammasamningur - ráðgjafar Ísland.is
Útboð um kaup á ráðgjafaþjónustu er lokið og gerður hefur verið samningur við 26 ráðgjafa. Kynningarfundur sem snýr að starfsháttum Stafræns Íslands fer fram um miðjan janúar á næsta ári. Í framhaldinu verður haldið námskeið sérsniðið ráðgjöfunum sem gerir þeim kleyft að lenda hlaupandi í samstarfi við Starfrænt Ísland.
Nafnskírteini á Ísland.is
Umsókn um nafnskírteini er nú að finna á Ísland.is. Í skoðun er að því að gera stafræna útgáfu af nafnskírteinum líkt og af vegabréfum. Stafræna skírteinið mun þó aðeins gilda innanlands og því ekki gilt ferðaskilríki.
WHODAS - mat á færni á Ísland.is
Mat á færni er samræmt matstæki til að meta þörf eldra fólks fyrir heimaþjónustu. Mat á færni er sjálfsmat einstaklinga eða aðstandenda þeirra.
Matstækið er hluti af breyttri nálgun í þjónustu við eldra fólk á Íslandi, Gott að eldast.
Velkominn Fjalar!
Sigurður Fjalar Sigurðsson er nýr liðsmaður Stafræns Íslands og mun hefja störf á nýju ári. Fjalar kemur til okkar frá Reykjavíkurborg og verður í hlutverki verkefna- og vörustjóra. Við bjóðum Fjalar hjartanlega velkominn!
Velkomin Kristrún!
Kristrún Heiða Hauksdóttir er nýr ritstjóri Ísland.is og mun hefja störf í byrjun janúar. Kristrún hefur víðtæka reynslu úr stjórnsýslunni ásamt því að hafa starfað sem blaðamaður og kynningarstjóri. Við bjóðum Kristrúnu innilega velkomna!
Meðal verkefna Stafræns Íslands:
Umsóknir á Ísland.is
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekuáætlun TR
Tilkynning um vinnuslys
Tilkynning um netglæp
Umsókn um framhaldskólanám
Vefir í vinnslu
Almannavarnir
Dómstólasýslan
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Landspítali
Lögreglan
Rannís
Umboðskerfi Stafræns Íslands - í vinnslu
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista