Fara beint í efnið

15. apríl 2024

Fréttabréf apríl 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands apríl 2024

Stafrænt veski

Stafræn vegferð í tölum

Met eru slegin í hverjum mánuði þegar kemur að heimsóknum á Ísland.is, notkun á umsóknarkerfinu, Innskráningu fyrir alla, Stafræna pósthólfinu og spjallmenninu Aski.
Bæði er að aukast mjög þjónusta sem hægt er að sækja gegnum Ísland.is sem og notendur farnir að tileinka sér stafrænu þjónustuna í auknu mæli.

Mars í tölum:

  • Spjallmennið Askur svaraði 60 þúsund fyrirspurnum tengdum skattframtali.

  • Flettingar á Ísland.is voru yfir 2 milljónir.

  • 255 þúsund nýttu sér þjónustuna sem er að finna á Mínum síðum Ísland.is.

  • Um 1200 þúsund innskráningar voru með Innskráningu fyrir alla.

  • 160 þúsund hafa sótt Ísland.is appið.

Stafræn vegferð í tölum


Evrópska sjúkratryggingakortið

Íslendingar á leið til Evrópu geta nú sótt um evrópska sjúkratryggingakortið á Ísland.is, nálgast upplýsingar um kortið á Mínum síðum Ísland.is sem og í Ísland.is appinu. Stafrænt aðgengi að upplýsingum tengdum sjúkratryggingakortinu og vegabréfinu eru meðal þess sem munu einfalda líf Íslendinga á ferðalagi.

Lesa nánar um evrópska sjúkratryggingakortið


Opinn fundur um EU Digital Identity Wallet

Skráning er hafin á opinn fund um þátttöku íslenskra aðila í tilraunaverkefninu EU Digital Identity Wallet um stafrænt auðkenningaveski. Fundurinn verður haldinn 16. apríl nk.

Lesa nánar um viðburðinn á stjórnarráðsvefnum


Stafræna veiðikortið

Umhverfisstofnun hefur hafið útgáfu á stafrænum veiðikortum á Ísland.is. Nú getur fólk haldið á veiðar með veiðikortin sín stafræn í símanum sínum. Fjöldi skráðra veiðikorthafa er rétt tæplega 30.000 og að árlega endurnýja 10-12 þúsund manns veiðikort sín.

Lesa nánar um stafrænt veiðikort


TR flytur á Ísland.is

Tryggingastofnun hefur flutt alla sína upplýsingagjöf og þjónustu á vef Ísland.is. Mikill liðsstyrkur kemur með þeirri sérfræðiþekkingu sem starfsfólk TR býr að enda ein af stærstu þjónustustofnunum landsins.

Skoða vef Tryggingastofnunar


Miðstöð menntunar og skólaþjónustu á Ísland.is

Bjóðum hina nýstofnuða Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hjartanlega velkomna á Ísland.is

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar

  • Mínar síður – yfirlit yfir greiðslur húsnæðisbóta

  • Mínar síður – starfsleyfi sýslumanna

  • Mínar síður – brautskráningargögn Uglu háskóla

  • Stafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Vefur Ríkissaksóknara

  • Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is