Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. september 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Flutningaskipið Vera D kyrrsett

Starfsmenn hafnarríkiseftirlitsins kyrrsettu í morgun gámaflutningaskipið Vera D (IMO 9290177) sem siglir undir fána Portúgal eftir atvik sem varð í gær við Akurey.

Eftirlit skipa

Starfsmenn hafnarríkiseftirlitsins kyrrsettu í morgun gámaflutningaskipið Vera D (IMO 9290177) sem siglir undir fána Portúgal eftir atvik sem varð í gær við Akurey.

Mun skipið vera kyrrsett þar til flokkunarfélag og tryggingarfélag skipsins hefur skoðað skemmdir og í framhaldi af því mun verða ákveðið hvað gert verður.

Uppfært 25.9.2023: Kyrrsetningu hefur verið aflétt og Vera D er lögð af stað til Hollands í drætti.