Fara beint í efnið

11. nóvember 2024

Fjársýsludagurinn - skráning stendur yfir

Sem fyrr er fjölmargt spennandi á dagskrá og lögð áhersla á að kynna helstu nýjungar og það sem á best erindi við gesti hverju sinni.

Fjársýslan fern

Fjársýsludagurinn fer fram á fimmtudaginn, 14. nóvember! 

Starfsfólk Fjársýslunnar verður á staðnum og er reiðubúið til skrafs og ráðagerða, til að svara spurningum eða bara að eiga samtöl um daginn og veginn. 

Í ár verður það svo Sveinn Waage sem mun hnýta dagskrána saman í lokin með fyrirlestri um húmor og hvernig hann nýtist í daglegu lífi og starfi.
Umsagnir um fyrirlestur Sveins „Húmor virkar, í alvöru“: 

„Skemmtilegur, fyndinn og ótrúlega fróðlegur fyrirlestur!"
„Lærðum heilan helling og hlógum um leið"
„Bæði einlægt og mjög skemmtilegt"
„Jafnvel enn betri í annað sinn" 

 Nú eru fáir miðar eftir og allra síðustu forvöð að skrá sig til leiks.  

Nánari upplýsingar um dagskrá Fjársýsludagsins og skráning