4. nóvember 2024
4. nóvember 2024
Fiskistofa hefur tekið saman áætlaðar hlutdeildir í grásleppu
Eigendur og útgerðaraðilar geta komið athugasemdum á framfæri um útreikning á veiðireynslu fyrir 19. nóvember næstkomandi.
Áætlun hlutdeildarinnar byggir á bráðabirgðaákvæði laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Við útreikning áætlunarinnar er stuðst við:
Veiðireynslu réttinda sem skráð eru á viðkomandi skip með grásleppuréttindi og leyfi.
Landanir grásleppu frá og með árinu 2018 til og með ársins 2022 að undanskildu árinu 2020, á þeim tíma sem leyfi til grásleppuveiða var í gildi plús einn dagur.
Heildar veiði í fiskveiðlandhelgi Íslands en ekki niður á svæði.
Leyfilegan heildarafla í grásleppu samkvæmt reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025.
Athugið:
Eftir 19. nóvember næstkomandi eru hlutdeildir endurreiknaðar ef þörf krefur og úthlutun framkvæmd.
Úthlutun skal framkvæmd fyrir 1. mars 2025.
Framsal aflahlutdeilda er óheimilt til 31. ágúst 2026.
Aðilar sem eiga grásleppuréttindi með veiðireynslu en ekki eru skráð á bát hafa fengið sent bréf í pósthólf útgerðaraðila á Ísland.is
Athugasemdir og fyrirspurnir varðandi úthlutunina skulu sendar á fiskistofa@fiskistofa.is