8. apríl 2022
8. apríl 2022
Aukin þjónusta við einstaklinga - Mínar síður
Mínar síður eru í sífelldri þróun en nú geta einstaklingar haft meiri stjórn á eigin efni með aukinni aðgangstýringu.
Mínar síður á Ísland.is eru í sífelldri þróun enda markmiðið þar að einstaklingar geti á einfaldan hátt nálgast eigin upplýsingar og gögn hjá ríkinu.
Nú geta notendur á Mínum síðum uppfært persónuupplýsingar og haldið þeim réttum til að auðvelda samskipti og upplýsingaflæði við stofnanir. Hægt er að uppfæra eftirfarandi upplýsingar
Netfang
Símanr
Bankaupplýsingar
Val um hnipp stillingar
Þá hefur bæst við að einstaklingar geta gefið öðrum aðila umboð til að skoða hluti á Mínum síðum. Umboðsvirknina má finna undir aðgangsstýringu.
Þetta er fyrsti fasinn í mörgum því á næstunni munum við opna innskráningar fyrir fyrirtæki, forsjáraðila og talsmenn fatlaðra.
Endurbættar Mínar síður notast við rafæn skilríki við auðkenningu.