24. maí 2024
24. maí 2024
Auglýsing: Talningarstaðir og aðsetur yfirkjörstjórna kjördæma á kjördag
Yfirkjörstjórnir kjördæma auglýsa hér með talningastaði og aðsetur sitt á kjördag.
Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi í Laugardalshöll, Kaplakrika, Fjölbrautarskóla Suðurlands, Hjálmakletti í Borgarnesi og Háskólanum á Akureyri.
Sjá nánari upplýsingar í auglýsingum yfirkjörstjórna kjördæmanna ásamt aðsetri þeirra á kjördag:
Reykjavíkurkjördæmi norður og suður
Aðsetur yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæma norður og suður á kjördag verður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfundi loknum færist aðsetur yfirkjörstjórnarnanna í Laugardalshöll þar sem talning atkvæða fer fram.
Símanúmer yfirkjörstjórnanna á kjördag er 411-4915
Aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur verður einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördag.
Norðvesturkjördæmi
Við forsetakjör það sem fram fer laugardaginn 1. júní 2024 mun yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafa aðsetur frá kl. 09:00 á kjördegi í Hjálmakletti menningarhúsi (Menntaskóla Borgarfjarðar), Borgarbraut 54, Borgarnesi.
Talning atkvæða mun fara fram á sama stað eftir að kjörfundi lýkur kl. 22:00. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir.
Á kjördag má hafa samband við yfirkjörstjórn með eftirfarandi hætti:
Ari Karlsson formaður, ari@lmg.is - sími 855-5331, Guðrún Jónsdóttir, gudrun1403@gmail.com – sími 844-7338 og Hrund Pétursdóttir, hrund.peturs@gmail.com – sími 895-5495.
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis
Ari Karlsson, formaður
Guðrún Jónsdóttir
Hrund Pétursdóttir
Marta Jónsdóttir
Stefán Ólafsson
Norðausturkjördæmi
Auglýsing vegna forsetakosninga 1. júní 2024
Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag verður 854-1474. Að loknum kjörfundi kl. 22 kemur yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis saman í Háskólanum á Akureyri, til þess að hefja talningu atkvæða. Sími á talningarstað verður 857-1479.
Akureyri, 15. maí 2024.
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis
Gestur Jónsson,
Eva Dís Pálmadóttir,
Björn Vigfússon,
Sigmundur Guðmundsson,
Hildur Betty Kristjánsdóttir
Suðurkjördæmi
Á meðan kosning til embættis forseta Íslands fer fram, laugardaginn 1. júní 2024, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem talning fer einnig fram að loknum kjörfundi.
Símanúmer yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis eru 664 1890 og 663 1199, auk þeirra verða símanúmer á talningarstað 663 5011 og 663 0011.
Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis, 10. maí 2024.
Þórir Haraldsson, formaður,
Kristrún Elsa Harðardóttir,
Anna Birna Þráinsdóttir,
Jóhanna Njálsdóttir og
Elín Fanndal.
Suðvesturkjördæmi
Meðan kosning til embættis forseta Íslands fer fram, laugardaginn 1. júní 2024, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22:00. Fyrstu kjörkassar verða opnaðir kl. 19:00 og hefst þá flokkun atkvæða. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis, 23. maí.
Gestur Svavarsson formaður,
Aldís Ásgeirsdóttir,
Erla Gunnlaugsdóttir,
María Júlía Rúnarsdóttir,
Sigurður Tyrfingsson.