Fara beint í efnið

24. febrúar 2022

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin vegna tvennra kosninga um sameiningu sveitarfélaga 26. mars nk.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin hjá sýslumönnum og má greiða atkvæði á skrifstofum sýslumanna á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi.

kosningar

Laugardaginn 26. mars 2022 verður kosið um sameiningu sveitarfélaga í tvennum kosningum, sem hér segir:

  1. Langanesbyggð og Svalbarðshreppur

  2. Helgafellssveit og Stykkishólmsbær

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin hjá sýslumönnum og má greiða atkvæði á skrifstofum sýslumanna á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi.

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á virkum dögum sem hér segir:

  • Þórshöfn, Langanesvegi 2, kl. 10:00 – 14:00.

  • Akureyri, Hafnarstræti 107, kl. 09:00-15:00.

  • Húsavík, Útgarði 1, kl. 09:00-15:00.

  • Siglufirði, Gránugötu 6, kl. 09:00-15:00.

Kosið verður á dvalarheimililinu Nausti og HSN á Húsavík í vikunni fyrir kjördag samkvæmt nánari auglýsingu á hvorum stað.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublað eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 24. mars 2022.

Þeim sem greiða ætla atkvæði ber að framvísa skilríkjum.

Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið ,,já" ef hann er hlynntur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna en ,,nei" ef hann er mótfallinn tillögunni.

Tekið skal fram að samkvæmt lögum nr. 137/2021 um breytingu á kosningalögum nr. 112/2021 (atkvæðagreiðslur meðal íbúa sveitarfélaga), sem tóku gildi 30. desember sl. segir að um framkvæmd atkvæðagreiðslna meðal íbúa sveitarfélaga á grundvelli 38. gr., 107. gr. og 119. gr. sveitarstjórnarlaga fari eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, og lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, eftir því sem við getur átt.