Fara beint í efnið

15. nóvember 2024

Atkvæðagreiðsla á stofnunum á Suðurnesjum

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum heldur atkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarstofnunum.

Prufu asset

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í umdæminu fer fram dagana 25. til 27. nóvember nk. skv. neðangreindu:

  • Nesvellir, þann 25. nóvember 2024, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Njarðarvöllum 2, 260 Reykjanesbæ.

  • Hlévangur, þann 26. nóvember 2024, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Faxabraut 13, 230 Reykjanesbæ.

  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 27. nóvember 2024, frá kl. 13:00 til 15:00 að Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ.

Hafi sjúklingi á HSS verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 14:00 til l4:30.

Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Umsókn studd vottorði þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 þann 28. nóvember 2024.

Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).