23. október 2024
23. október 2024
Áfangasigur fyrir opinbera nýsköpun í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi
Opinbert nýsköpunarverkefni á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heimaspítali fyrir aldraða, hlýtur brautargengi heilbrigðisráðherra með stuðningi umbóta- og þróunarsviðs Fjársýslunnar.
Undanfarin misseri hefur umbóta- og þróunarsvið Fjársýslunnar (áður nýsköpunarsvið Ríkiskaupa) veitt Heilbrigðisstofnun Suðurlands stuðning við framgöngu nýsköpunar í starfsemi sinni. Megin markmið verkefnisins eru að framlengja sjálfstæða búsetu aldraðra og fækka innlögnum á bráðadeilt, en þannig má bæði efla heilsu og lífsgæði aldraðra sjúklinga og draga stórlega úr álagi á sjúkrahúsinu.
Nánar um Heimaspítala fyrir aldraða
Í síðustu viku skrifaði heilbrigðisráðherra undir samning um fjárstuðning fyrir Heimaspítalann
Fjársýslan er málsvari opinberrar nýsköpunar
Stuðningur Fjársýslunnar við framsýn umbótaverkefni á borð við Heimaspítalann felst m.a. í að koma á þarfamiðuðu og opnu samtali við nýskapandi markaðsaðila ásamt því að upphefja og rökstyðja framgöngu samfélagslega mikilvægra umbótaverkefna gagnvart stjórnvöldum.
Í aðkomu Fjársýslunnar er sérstök áhersla lögð á að beina sjónum opinberra kaupenda að lausnum á markaði og aðlögun þeirra fremur en smíði sérlausna ásamt því að meta og undirbúa viðeigandi innkaup.
Nýsköpunar samstarf HSU og Fjársýslunnar gaf innblástur i að halda áfram breytingum og það hjálpaði mikið að hitta aðra sem vinna við nýsköpun innan opinberra stofnana. Samtöl við markaðinn í framhaldi Nýsköpunardags opnaði augun fyrir frekari lausnum í velferðartækni. Samstarfið var hvatning í að vera áræðnari með að biðja um fjármögnun frá ráðuneytinu og við fengum beina tæknilega hjálp við slíka umsókn.
Guðný Stella Guðnadóttir - Yfirlæknir öldrunar HSU
Samningurinn sem nú hefur verið undirritaður byggir á samtali Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) við heilbrigðisráðuneytið og er mikilvægt skref í þróun Heimaspítala HSU. Það er ánægjulegt að finna þann stuðning sem HSU fær frá ráðuneytinu, sem gerir okkur kleift að halda áfram að veita og þróa heimaspítalaþjónustuna. Þessi þjónusta er mikilvæg framþróun sem bætir aðgengi að meðferð og eykur lífsgæði sjúklinga með því að færa þá umönnun sem þeir þurfa inn á heimili þeirra.
Díana Óskarsdóttir- Forstjóri HSU
Hafðu samband
Upplýsingar og beiðnir um aðstoð við framgöngu opinberra umbótaverkefna veitir:
Sveinbjörn Ingi Grímsson, sérfræðingur umbóta- og þróunarsviðs Fjársýslunnar (sveinbjorn@fjs.is].