Fara beint í efnið

12. maí 2022

Aðstoð við atkvæðagreiðslu

Með nýju kosningalögunum tóku gildi breyttar reglur um aðstoð við atkvæðagreiðslu.

Landskjorstjorn

Með nýju kosningalögunum tóku gildi breyttar reglur um aðstoð við atkvæðagreiðslu, sjá einnig reglugerð nr. 432/2022 um aðstoð við atkvæðagreiðslu

Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðslu. Aðstoð skal veitt af kjörstjóra eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Sá sem veitir kjósanda aðstoð er bundinn þagnarskyldu um það sem honum og kjósanda fer á milli í kjörklefanum. Aðstoðarmaður kjósanda skal staðfesta með undirskrift sinni á sérstakt eyðublað, að honum hafi verið leiðbeint um ábyrgð sína og skyldu sem aðstoðarmanns og að hann uppfylli hæfisskilyrði til þess að vera aðstoðarmaður. Kjörstjóri skal einnig undirrita staðfestinguna og varðveita hana. Aðstoðarmanni kjósanda, er óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningu. Frambjóðandi, maki hans, börn, systkini og foreldrar mega ekki veita aðstoð við atkvæðagreiðslu.

Hér má nálgast eyðublað fyrir aðstoðarmann sem handhægt er að prenta út og taka með á kjörstað: