28. október 2021
28. október 2021
Abena bleiur og BARD þvagleggir—Uppfærð frétt
Gengið hefur verið frá samkomulagi um framlengingu samninga milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og söluaðilanna Rekstrarlands um kaup á Abena bleium og Icepharma kaup á BARD þvagleggjum. Samkomulagið gildir til og með 31. október 2022.
SÍ vilja upplýsa notendur hjálpartækja sem fengið hafa samþykkt vegna kaupa á þvagleggjum og bleium um að óljóst er með framlengingu samninga við tvo söluaðila.
Annars vegar er um að ræða bleiur frá framleiðandanum Abena og hafa verið afgreiddar frá Rekstrarlandi (Olíuverzlun Íslands) og hins vegar þvagleggir frá framleiðandanum BARD ásamt töppum og festibúnaði sem afgreiddir hafa verið frá Icepharma. Sökum þessa er ekki öruggt með greiðsluþátttöku SÍ frá og með næstu mánaðarmótum, þ.e. frá og með 1. nóvember nk. á umræddum vörum. Því beina SÍ þeim tilmælum til notenda að gera ráðstafanir ef þeir þurfa og panta vörur fyrir þann tíma.
Gengið hefur verið frá framlengingum samninga við aðra söluaðila, þannig ef notendur ná ekki að panta umræddar vörur í tíma, þá eru samningar í gildi til 31. október 2022 við eftirfarandi söluaðila um sams konar vörur:
Bleiur: Rekstrarvörur
Tappar og festibúnaður fyrir þvagleggi: Medor
Inniliggjandi þvagleggir: Fastus