4. mars 2022
4. mars 2022
4 tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna
Verkefni Stafræns Íslands fengu fjórar tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2021 sem veitt verða í dag af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).
Verkefni Stafræns Íslands fengu fjórar tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2021 sem veitt verða í dag af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).
Stafrænt Ísland er eining innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem starfar þvert á ráðuneyti og stofnanir að því markmiði að einfalda líf fólks með stafvæðingu opinberrar þjónustu. Í fyrra var fjöldi stafrænna verkefna unnin á vegum Stafræns Íslands, í samstarfi við ráðuneyti og stofnanir og voru verkefnin jafn fjölbreytt og þau voru mörg.
Þau verkefni sem fengu tilnefningu eru:
Ísland.is sem opinber vefur ársins
Mínar síður Ísland.is sem vefkerfi
Stafrænn samningur um lögheimili barns sem stafræn lausn
Reglugerðasafn Íslands sem vefkerfi.
Verðlaunin verða kynnt í beinu streymi á Vísi.is í dag, 11. mars kl 19:30.