14. febrúar 2023
14. febrúar 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
4.500 til 6.500 umsóknir um vernd 2023
Ekki hægt að útiloka meiri fjölda

Útlendingastofnun telur að umsóknir um vernd verði ekki færri á þessu ári en því síðasta. Fjöldi umsókna þá var 4.518 og hefur aldrei verið meiri, sjá frétt um tölfræði ársins 2022. Áætlanir stofnunarinnar byggja á þeim forsendum að í nánustu framtíð sé hvorki að vænta breytinga á ástandinu í Úkraínu né í komum umsækjenda um vernd frá Venesúela.

Í spálíkani stofnunarinnar er gert ráð fyrir þremur sviðsmyndum sem byggja á meðalfjölda umsókna um vernd síðustu sex (lágspá), fjóra (miðspá) og tvo (háspá) mánuði ársins 2022.

Fjöldi umsókna um vernd í janúar 2023 var 450 sem fellur mitt á milli forsendna lág- og miðspár.
Fjölmargir óvissuþættir geta haft áhrif til fjölgunar og því er ekki hægt að útiloka að umsóknir á árinu verði jafnvel umtalsvert fleiri en 6.500. Spáin verður uppfærð á öðrum ársfjórðungi.