21. nóvember 2024
21. nóvember 2024
Sjúklingatrygging sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks færist til Sjúkratrygginga
Samkvæmt nýjum lögum um sjúklingatryggingu nr. 47/2024 flyst sjúklingatrygging sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks frá vátryggingafélögum til Sjúkratrygginga. Breytingin gildir um tjón sem verða 1. janúar 2025 og síðar.
Í viðhengi við fréttina er að finna leiðbeiningar til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks, sem mikilvægt er að öll sem við á kynni sér.
Upphæð iðgjalds sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks verður ákveðið með reglugerð heilbrigðisráðherra. Drög að slíkri reglugerð, ásamt fylgiskjölum sem skýra áætlaða álagningu iðgjalds, er nú að finna í samráðsátt stjórnvalda, sjá [Samráðsgátt | Mál: S-227/2024|https://island.is/samradsgatt/mal/3866]. Reglugerðardrögin verða í samráðsgátt til 6. Desember 2024 og á því tímabili geta öll komið að athugasemdum eða áliti.