31. október 2024
31. október 2024
Rekstraraðili hjúkrunarheimila
Sjúkratryggingar auglýsa hér með eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum.
Um er að ræða hið minnsta þrjú ný hjúkrunarheimili sem til stendur að taki til starfa á næstu árum og verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Nýtt fyrirkomulag um húsnæðismál hjúkrunarheimila verður viðhaft í þessum verkefnum þar sem lagt er upp með að rekstraraðili hjúkrunarheimils komi að rýni á hönnun og útfærslu á innra fyrirkomulagi heimilisins, til að tryggja gæði og hagkvæmni væntanlegrar starfsemi. Að svo stöddu liggur ekki fyrir fjöldi rýma og nákvæm staðsetning heimilanna. Innkaupaferli um rekstur og þjónustu hvers hjúkrunarheimilis mun vinda fram í takti við framgang húsnæðismála í hverju tilfelli fyrir sig.
Æskilegt er að rekstraraðilar starfi á grundvelli fyrirkomulags um sjálfseignarstofnanir eða þar sem hagnaður er endurfjárfestur eða nýttur í þágu starfseminnar.
Greiðslur til nýs/nýrra rekstraraðila munu byggja á gildandi samningum um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á hverjum tíma.
Nánari upplýsingar veitir samningateymi Sjúkratrygginga í gegnum netfangið innkaup@sjukra.is
Áhugasamir rekstraraðilar eru vinsamlega beðnir að tilkynna sig með tölvupósti á innkaup@sjukra.is fyrir 15. nóvember 2024.
Þeir rekstraraðilar sem lýsa yfir áhuga á að taka þátt í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila samkvæmt auglýsingu þessari verður boðið að taka þátt í valferli Sjúkratrygginga á rekstraraðila hvers hjúkrunarheimilis fyrir sig.