5. júní 2024
5. júní 2024
Mikilvægum áföngum náð á liðnu ári - Ársskýrsla Sjúkratrygginga fyrir árið 2023
Árið 2023 fengu 18 einstaklingar sinn fyrsta gervifót á Íslandi, 53.564 sóttu sér evrópska sjúkratryggingakortið og 12.934 fóru í ristilspeglun.
Ársskýrsla Sjúkratrygginga fyrir árið 2023 er komin út og er skýrslan aðgengileg á rafrænu sniði á vef Sjúkratrygginga. Liðið ár var árangursríkt og mikilvægir áfangar náðust í fjölmörgum verkefna Sjúkratrygginga. Í skýrslunni er að finna tölur, útgjöld og umfang starfsemi sjúkratrygginga en upplýsingarnar hér að ofan sýna aðeins örlítið dæmi um þá tölfræði sem ársskýrslan hefur að geyma.
„Ég er einstaklega ánægður með útkomuna en skýrslan er unnin með svipuðu móti og í fyrra, sem gagnvirk ársskýrsla, en í mínum huga er með þessum hætti hægt að koma mun meiri upplýsingum til skila á áhugaverðan hátt og á skilvirkari máta, sem við hjá Sjúkratryggingum viljum einmitt gera,“ segir Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.
Stafvæðing
Segja má að ársskýrslan sé í þeim anda sem finna má í stefnu Sjúkratrygginga enda spilar stafvæðing stórt hlutverk í framtíðarsýninni, eða eins og segir í ávarpi forstjóra: „Stafrænt umhverfi skipar stöðugt stærri sess í störfum okkar allra og þá skiptir ekki síður máli að móta skýra og metnaðarfulla stefnu sem byggist á ábyrgð og öryggi.“
Ársskýrsluna má nálgast á vef Sjúkratrygginga og er henni skipt niður með eftirfarandi hætti: