4. mars 2024
4. mars 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fyrsta fréttabréfið komið út
Sjúkratryggingar hafa gefið út sitt fyrsta fréttabréf. Framvegis verður það gefið út því sem næst mánaðarlega og er markmiðið að veita upplýsingar tengt rekstri og starfsemi stofnunarinnar.

Fréttabréfið ber heitið Fylgiseðill og er það skemmtileg skírskotun í starfsemina. Sjúkratryggingar hvetja áhugasöm að kynna sér efni fréttabréfsins.
Nálgast má fyrsta fréttabréfið hér: Fylgiseðill - Fréttabréf Sjúkratrygginga
Einnig er hægt að skrá sig hér: Skráning á póstlista