25. ágúst 2023
25. ágúst 2023
Rafrænir hjálpartækjareikningar
Sjúkratryggingar hafa sett upp vefþjónustu til að taka á móti hjálpartækjareikningum með rafrænum hætti. Undir hjálpartækjareikninga falla hjálpartæki, næring og sérfæði.
Markmið Sjúkratrygginga er að verða pappírslaus og verður því eingöngu tekið á móti hjálpartækjareikningum rafrænt í framtíðinni.
Samhliða vefþjónustunni verður sett upp virkni, fyrir smærri rekstraraðila, í Gagnagátt til að skila reikningum rafrænt.
Til að fá frekari upplýsingar um vefþjónustuna eða aðgang að prófunargrunni Sjúkratrygginga þarf að hafa samband: hjalp@sjukra.is
Fyrir aðgang að prófunargrunni þarf að fylla út Beiðni um aðgang að prófunargrunni sem finna má undir Eyðublöð og vottorð - Upplýsingatæknisvið.