16. mars 2023
16. mars 2023
Ný innskráningarþjónusta í vefgáttir til að styðja við Auðkennisapp
Fimmtudaginn 16. mars 2023 verður gefin út ný innskráningarleið í vefgáttir Sjúkratrygginga til að styðja við innskráningu gegnum app frá Auðkenni.
Eldri innskráningarleið, sem styður Íslykil, verður áfram virk til og með 1. október 2023.
Breytingin felur meðal annars í sér að nú er hægt að skrá sig inn fyrir hönd fyrirtækja og í umboði einstaklings ef búið er að veita umboð gegnum umboðskerfi Ísland.is. Innskráning styður öll form á rafrænum skilríkjum.
Með nýrri innskráningarleið er hægt að velja að skrá sig inn sem Einstaklingur bæði í Gagnagátt og Réttindagátt og er það fyrir þá einstaklinga sem ekki eru að skrá sig inn sem fyrirtæki eða með umboð fyrir annan einstakling í gegnum Ísland.is.
Þeir einstaklingar sem hafa umboð fyrir hönd einstaklings skrá sig inn undir Umboð í Réttindagátt. Þeir sem eru skráðir með aðgang að fyrirtækjum á síðum Ísland.is eða með umboð skrá sig inn undir Fyrirtæki eða umboð í Gagnagátt.
17.03.2023 kl. 18:15
Breyting á Gagnagátt var tekin til baka og farið aftur í fyrri útgáfu. Verður stuðningi við innskráningu með Auðkennis appi frestað. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.