Fara beint í efnið

Fasteignir til sölu í eigu ríkissjóðs

Bjóða í fasteign

Eignir til sölu

FSRE annast söluferli eigna í eigu ríkisins. Sölu á meðal annars atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði og annarra fasteigna, jörðum og lóðum.

Allar fasteignir og jarðir eru auglýstar í fjölmiðlum. Fylgjast má með auglýsingum á fasteignavef Morgunblaðsins.

Bjóða í fasteign

Til að bjóða í fasteign þarf að skila inn kauptilboði. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í kauptilboði:

  • Kennitölur, netföng og símanúmer hjá tilboðsgjafa

  • Tryggingafélag tilboðsgjafa

  • Eign sem boðið er í

  • Heildartilboðsverð

  • Greiðslufyrirkomulag

  • Æskilegur afhendingardagur

  • Fyrirvarar tilboðsgjafa, ef einhverjir eru

Ferlið

Þegar tilboð hefur verið sent fær innsendandi staðfestingu á mínum síðum island.is Eftir að tilboð er sent inn gildir það í tíu daga og verður svarað innan þess tíma. FSRE áskilja sér rétt til að fara fram á undirritun tilboðsins á síðari stigum.

Þegar tilboð hefur verið sent fær tengiliður staðfestingarpóst á netfangið sem gefið var upp. Ef staðfestingarpóstur berst ekki vinsamlega hafið samband við FSRE eignasala@fsre.is.

Bjóða í fasteign