Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna atvinnu

Dvalarleyfi vegna atvinnu

Dvalarleyfi vegna atvinnu er fyrir fólk sem vill dvelja á Íslandi vegna þess að það hefur fengið vinnu hér á landi. 

Þú getur sótt um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu

  • vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar

  • vegna skorts á starfsfólki

  • fyrir íþróttafólk

  • fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings

Umsókn

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi.

Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds.

Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Ísland

Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Kostnaður

Afgreiðslugjald er 16.000 krónur. Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda. Afgreiðslugjald er ekki endurgreitt þótt umsækjandi hætti við umsókn.

Afgreiðslutími

Hægt er að fylgjast með því hvaða umsóknir hafa verið teknar til vinnslu á síðunni staða mála og afgreiðslutími dvalarleyfa.

Flýtiafgreiðsla

Útlendingastofnun er heimilt að taka umsóknir um dvalarleyfi vegna atvinnu til flýtimeðferðar gegn sérstöku þjónustugjaldi.

Þjónustugjaldið er 48.000 krónur til viðbótar við hið almenna afgreiðslugjald, samtals 64.000 krónur, sjá leiðbeiningar fyrir greiðslu gjaldsins. Sé beiðni um flýtimeðferð póstlögð skal senda afrit greiðslukvittunar á netfang Útlendingastofnunar utl@utl.is

  • Haft verður samband við umsækjanda / umboðsmann innan 7 til 10 virkra daga frá móttöku umsóknar.

  • Umsókn er að jafnaði afgreidd innan 30 daga, ef öll nauðsynleg gögn fylgja umsókn og þau eru metin fullnægjandi af bæði Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun.

Athugið að flýtimeðferðin nær aðeins til afgreiðslu umsóknar um atvinnuleyfi hjá Vinnumálastofnun og dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun. Flýtimeðferðin nær ekki til útgáfu komuáritunar, tímapöntunar myndatöku, útgáfu dvalarleyfiskorts eða kennitölu.

Dvöl á landinu meðan sótt er um

Lög

Dvalarleyfið er veitt á grundvelli 61. til 64. greinar laga um útlendinga.

Dvalarleyfi vegna atvinnu

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun