Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Atvinnubílstjórar

Vegna breytinga á námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra

Breytingar eru ekki afturvirkar á þau skírteini sem eru í gildi.

Þau sem eru með aukin ökuréttindi og tákntölu 95 í gildi þurfa að huga að þessari breytingu fyrir næstu endurnýjun.

Dæmi: Bílstjóri kláraði öll námskeið og endurnýjaði skírteini árið 2023. Sami bílstjóri þarf ekki að huga að endurmenntunarnámskeiðum fyrr en fyrir næstu endurnýjun árið 2028.

Almennt

Atvinnubílstjórar sem aka bílum í flokkum C, C1, D og D1 þurfa að að ljúka endurmenntunarnámskeiðum á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun til að fá tákntöluna 95 í skírteinið sitt. Mikil ábyrgð hvílir á bílstjórum stórra ökutækja en markmið námskeiðanna er að efla atvinnubílstjóra sem fagstétt og auka umferðaröryggi. 95 tákntalan gerir bílstjórum kleift að starfa við akstur innan EES svæðisins.

Atvinnubílstjórar eru þau sem hafa atvinnu af akstri, til dæmis leigubílstjórar, vörubílstjórar og rútubílstjórar og þurfa viðkomandi að hafa meirapróf. Hægt er að taka mismunandi tegundir meiraprófs eftir því hvaða réttindum er sóst eftir. Námið samanstendur af eftirfarandi.

  • Grunnnámskeið sem öll þurfa að taka, óháð réttindum.

  • Framhaldsnámskeið sem er mismunandi eftir réttindum sem sóst er eftir.

  • Verklegu námi, sem má byrja þegar öllum námskeiðum er lokið

Allir atvinnubílstjórar, nema leigubílstjórar, þurfa að taka endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti.

Fréttir

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Tengd stofnun

Sýslu­menn