Fara beint í efnið

Aukin ökuréttindi - sækja um meirapróf

Umsókn um ökuskírteini

Því miður er ekki hægt að gefa út ný plastökuskírteini fyrr en í febrúar 2025. Þangað til verður notast við stafræn ökuskírteini. Nánar um framleiðslu nýrra ökuskírteina.

Ef þú ert með almenn ökuréttindi getur þú tekið meiraprófsréttindi á:

  • fólksbifreið í atvinnuskyni, allt að 8 farþega (B-far)

  • pallbíl og minni vörubíl (C1)

  • vörubíl (C)

  • litla rútu (D1)

  • stóra rútu (D)

  • eftirvagna (E)

Nánar um réttindaflokkana og aldurstakmörk.
Athugið að sækja má um og hefja nám fyrir aukin ökuréttindi 6 mánuðum áður en lágmarksaldri er náð, réttindin taka gildi þegar lágmarksaldri er náð.

Námsferlið

Upplýsingar um meiraprófsnámið finnur þú á vef Samgöngustofu.

Umsóknarferli

Þú þarft að:

  • skila inn umsókn um nýtt ökuskírteini hjá sýslumanni

  • velja þér ökukennara

  • velja þér ökuskóla

Skila þarf inn einu umsóknarblaði til sýslumanns fyrir hver réttindi sem á að taka.

Umsókn skal fylgja:

  • ljósmynd (ef ekki til í kerfi)

  • heilbrigðisvottorð (ekki eldra en þriggja mánaða)

Að þessum skilyrðum fullnægðum sendir sýslumaður námsheimild til Frumherja.

Fleiri en eitt meirapróf

Aðeins er hægt að taka eitt verklegt meirapróf í einu. Þegar sýslumaður hefur afgreitt það gefur hann út leyfi fyrir næsta. Stundum geta liðið nokkrir dagar á milli prófa.

Ef þú tekur fleira en eitt meirapróf, er hægt er að fá útgefna akstursheimild til bráðabirgða, sem gildir fyrir þá flokka meiraprófs sem þú hefur þegar tekið.

Útgáfa ökuskírteinis

Ef þú stenst prófin og fullnægir skilyrðum til að fá meirapróf, getur þú farið til sýslumanns og fengið útgefið nýtt ökuskírteini. Það gildir fyrir þá flokka ökutækja sem þú hefur nú rétt til að stjórna.

Kostnaður

Kostnaður fer eftir gjaldskrá ökuskóla. Einnig þarf að greiða próftökugjöld hjá Frumherja og kostnað vegna nýs ökuskírteinis hjá sýslumanni, ökuskírteinið kostar 8.600 krónur.

Umsókn um ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15