Fara beint í efnið

Atvik sjómenn

Atvik sjómenn

Notagildi fyrir útgerðir og sjómenn

ATVIK-sjómenn er í boði fyrir allar útgerðir og þeim að kostnaðarlausu. Útgerðir sem vilja nota atvikaskráningarkerfið verða stofnaðar sem stór-notendur í kerfinu og fá sinn eiginn skráningarhlekk (vefslóð) til að nota um borð í sínum skipum. Þá geta útgerðir nýtt sér gagnvirk mælaborð og greiningartól fyrir öll atvik sem skráð eru í kerfið. Sömuleiðis geta þær tilkynnt öll slys á sjómönnum rafrænt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa og kallað fram tilkynningareyðublöð til Sjúkratrygginga Íslands og tryggingafélaga.

Til að tengjast ATVIK-sjómenn þurfa útgerðir að senda tölvupóst á atviksjomenn@samgongustofa.is og haft verður samband um næstu skref.

Sjómenn og minni útgerðir

Einyrkjar eða minni útgerðir geta tilkynnt slys til sjós rafrænt á heimasíðu Rannsóknarnefndar samgönguslysa gegnum ATVIK-sjómenn.



Atvik sjómenn