Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvar get ég séð hvað kostar að flytja inn mótorhjól?

Þegar ökutæki eru flutt til landsins þarf að greiða fyrir forskráningu ökutækis. Fyrir ökutæki innan EES kostar forskráning 4.872 krónur en utan 8.125 krónur. Númeraplatan kostar 6.616 krónur. Svo þarf að greiða skatta og gjöld. Hægt er að skoða reiknivél hjá Skattinum hér. Einnig þarf að greiða fyrir nýskráningu og skoðun á skoðunarstöð. Upplýsingar um kostnað þarf að fá hjá skoðunarstöðinni.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?