Fara beint í efnið

Aðgangur að persónuupplýsingum hjá Lyfjastofnun

Beiðni um aðgang að persónuupplýsingum hjá Lyfjastofnun

Einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem finnast um þá hjá Lyfjastofnun. Athugaðu að Lyfjastofnun býr aðeins yfir persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar til að sinna lögbundnu hlutverki stofnunarinnar. Persónugreinanlegar upplýsingar um til dæmis heilsufar, sjúkrasögu eða lyfjanotkun einstaklinga eru ekki vistaðar hjá stofnuninni.

Einnig er hægt að fá aðgang að eigin persónuupplýsingum með því að afhenda útprentað eyðublað í afgreiðslu Lyfjastofnunar. Framvísa þarf persónuskilríki sem gefið er út af opinberum aðila þegar beiðnin er lögð inn.

Afhending

Haft verður samband við þig varðandi fyrirkomulag á miðlun upplýsinga til þín. Leitast er við að afhenda gögn innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.

Kostnaður

Ekkert kostar að senda inn beiðni.

Beiðni um aðgang að persónuupplýsingum hjá Lyfjastofnun

Þjónustuaðili

Lyfja­stofnun