Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Áætlun um öryggi og heilbrigði

Ferli við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði

Fellirit_isl

Áður en er byrjað

Um ferlið: Ferlinu er ætlað að styðja við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Það lýsir því hvernig skipuleggja megi tvo meginþætti hennar sem eru áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Ferlið á sér stoð í reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum.

Um áætlun um öryggi og heilbrigði

Atvinnurekendur bera ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, án tillits til stærðar hans. Tilgangur hennar er að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Áætlunin á að gefa gott yfirlit yfir áhættur á vinnustað og hvernig hefur verið komið í veg fyrir eða dregið úr þeim með forvörnum eða hvernig stendur til að gera það.

Nánar um áætlun um öryggi og heilbrigði.

Áhættumat

Aðferð við gerð áhættumats er valfrjáls og vinnustaðir hafa svigrúm til að velja þá nálgun sem hentar þeirra starfsemi best. Ferlið hér að neðan gerir ráð fyrir því að vinnu við áhættumat sé skipt upp í tvö skref þar sem markmiðið er að finna þær áhættur sem geta valdið slysum, álagi og vanlíðan og meta líkur á að þeir raungerist.

Áætlun um heilsuvernd og forvarnir

Eftir að áhættumat hefur verið gert er mikilvægt að vinna samantekt á áhættunum til að hafa betri yfirsýn. Síðan þarf að velja aðgerðir til að koma í veg fyrir áhættuna eða draga úr henni þannig að hafi óveruleg áhrif á starfsfólkið. Slíkar aðgerðir kallast forvarnir.

Markmiðið er alltaf að starfsfólk starfi við eins litla áhættu og kostur er.  

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið