Vinnsluskrá um vinnslu persónuupplýsinga
Nánast öllum sem vinna með persónuupplýsingar er skylt að halda svokallaða vinnsluskrá yfir vinnslustarfsemina, en hún er mikilvægt tæki til að uppfylla ábyrgðarskylduna.
Fyrirtæki og stofnanir sem hafa færri en 250 starfsmenn eru undanþegin skyldunni til að halda vinnsluskrár að því er varðar ákveðnar vinnslur.
Undanþágan er aftur á móti mjög þröng og því er sjaldgæft að hún eigi við að öllu leyti.
Meginreglan er því sú að fyrirtæki og stofnanir með starfsmenn undir 250 er skylt að halda vinnsluskrá ef vinnslan:
er líkleg til að leiða af sér áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga,
er ekki tilfallandi, eða
tekur til viðkvæmra persónuupplýsinga eða upplýsinga er varða sakfellingar í refsimálum og refsiverð brot