Hafskipulag
Leyfi
Samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða eiga leyfisveitendur að senda Skipulagsstofnun útgefin leyfi á haf- og strandsvæðum. Það er hlutverk stofnunarinnar að birta leyfin í kortavefsjá.
Vefsjáin birtir leyfi sem aðgengileg eru sem landupplýsingar og byggja upplýsingarnar sem birtar eru á gögnum þeirra stofnanna sem veita leyfin. Leyfin eru sett fram sem punktar og sýna staðsetningu leyfanna út frá miðpunkti hvers svæðis. Frekari upplýsingar um leyfin og nákvæmari afmörkun þeirra má nálgast hjá viðkomandi leyfisveitendum. Í vefsjánni má einnig finna skipulagsuppdrátt strandsvæðisskipulags Austfjarða og Vestfjarða.