Endurútreikningur húsnæðisbóta
Umsækjendur sem eiga samþykkta umsókn um húsnæðisbætur fá nýjan útreikning á húsnæðisbótunum sínum ársfjórðungslega.
Útreikningurinn byggir á tekjum og eignum alls heimilisfólks, 18 ára og eldri, síðustu mánaða fyrir útreikning.
Tilkynning um nýjan útreikning er send á netfang umsækjenda og útreikningsbréfið má svo finna í pósthólfinu hér á Mínar síður island.is.
Forsendubreytingar
Ef forsendur útreikninga á húsnæðisbótum breytast getur upphæðin breyst. Þá er best biðja um endurútreikning til að forðast að þurfa að greiða til baka ofgreiddar bætur.
Dæmi um forsendubreytingar:
Heimilisfólki fjölgar eða fækkar.
Hægt er að breyta heimilisfólki á umsókninni á Mínum síðum HMS.
Barn verður 18 ára.
Barnið þarf að skrá sig inn áMínum síðum HMS og gefa sitt samþykki. Bótafjárhæð verður endurmetin
Tekjur eða eignir breytast.
Endurreikna þarf upphæð bóta og skila þarf gögnum eða upplýsingum til HMS sem hægt er að byggja nýjan útreikning á.
Leigutíma lýkur.
Skrá framlengdan samning í Leiguskrá HMS
Gera nýja umsókn á Mínum síðum HMS ef flutt er í aðra íbúð
Segja upp umsókn á Mínum síðum HMS ef þú ert ekki að fara að leigja áfram
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun