Heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris.
Hægt er að byrja í fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns.
Foreldrar sem ættleiða barn yngra en 8 ára gætu átt rétt á fæðingarorlofi. Þetta á við þegar um er að ræða frumættleiðingu. Með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn eða kjörbarn maka umsækjanda eða sambúðarmaka.
Þegar barn yngra en 8 ára er tekið í varanlegt fóstur gætu foreldrar átt rétt á fæðingarorlofi. Báðir foreldrar geta byrjað fæðingarorlof þegar barn kemur inn á heimili.
Ef um reynslutíma er að ræða áður en til frumættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið, eða ef sækja þarf barnið til annarra landa, er heimilt að byrja fæðingarorlof við þann tíma ef barnaverndarnefnd eða viðkomandi yfirvöld staðfesta ráðstöfunina.
Miðað er við daginn sem barn kemur inn á heimili ef það er frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur í stað áætlaðs fæðingardags þegar vísað er í rétt til fæðingarorlofs.
Vinna
Réttur til fæðingarorlofs myndast þegar:
foreldri hefur unnið á Íslandi samfellt síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingardag barns,
í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði,
sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.
25% starfshlutfall
Fullt starf er 172 vinnustundir á mánuði, svo að 43 vinnustundir á mánuði myndu almennt teljast vera 25% starf. Fullt starf getur þó verið skilgreint öðruvísi í kjarasamningi og þá er frekar tekið mið af skilgreiningu í samningnum. Foreldrar sem eru ekki í vinnu eða í minna en 25% starfi geta átt rétt á fæðingarstyrk.
Fyrir utan hefðbundin störf telst eftirfarandi líka til þátttöku á vinnumarkaði:
Foreldri sem starfaði í öðru EES-ríki á síðustu 6 mánuðunum fyrir fæðingu barns getur átt rétt til fæðingarorlofs.
Skilyrði:
Viðkomandi foreldri er þátttakandi á innlendum vinnumarkaði við fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Senda þarf ráðningarsamning sem staðfestir hvenær störf hófust á Íslandi.
Viðkomandi hóf störf á íslenskum vinnumarkaði innan 10 virkra daga frá því hætt var í í hinu EES-ríkinu.
Orlof eða leyfi starfsmanns samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Það skiptir ekki máli hvort orlofið sé ólaunað að hluta eða öllu leyti.
Ef umsækjandi var launþegi í ólaunuðu leyfi þarf að berast afrit af ráðningarsamningi og samkomulagi við vinnuveitanda um leyfið.
Sá tími sem foreldri fær greiðslur í sorgarleyfi á grundvelli laga um sorgarleyfi eða hefði átt rétt á slíkum greiðslum hefði foreldrið sótt um þær hjá Vinnumálastofnun.
Þetta á líka við um þann tíma sem:
viðkomandi sætir afleiðingum vegna brota á reglum um atvinnuleysistryggingar,
viðkomandi hefði átt rétt á slíkum bótum hefði viðkomandi skráð sig án atvinnu,
foreldri hafi hætt atvinnuleit tímabundið vegna orlofs erlendis og ekki hafa liðið meira en tíu virkir dagar þar til atvinnuleit hefur hafist að nýju.
Starfshlutfall foreldris á viðmiðunartíma verður að hafa verið að minnsta kosti 25%.
Greiðslustofa Vinnumálastofnunar metur hvort foreldri hefði átt rétt á atvinnuleysisbótum hefði það sótt um þær.
Þetta á líka við um þann tíma sem viðkomandi er á biðtíma eftir dagpeningum. Einnig ef viðkomandi hefði átt rétt á þessum greiðslum ef viðkomandi hefði sótt um þær, eða fær greiðslur sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði stéttarfélags eftir að hafa látið af launuðum störfum af heilsufarsástæðum.
Sjúkratryggingar Íslands meta hvort foreldri hefði átt rétt á greiðslunum hefði viðkomandi sótt um þær. Berast þarf afrit af matinu.
Þetta á líka við um þann tíma sem viðkomandi hefði átt rétt á slíkum greiðslum hefði foreldrið sótt um þær hjá Tryggingastofnun. Ef foreldri hefði átt rétt á greiðslunum frá Tryggingastofnun þarf að berast afrit af matinu.
Sá tími sem foreldri nýtur bóta frá tryggingafélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns af völdum slysa.
Lengra fæðingarorlof
Í eftirfarandi tilvikum eykst réttur foreldra til fæðingarorlofs.
Fyrir hvert barn sem fæðist á lífi bætist við 3 mánaða sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs.
Hið sama gildir fyrir hvert barn umfram eitt sem er frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur á sama tíma.
Ef öryggi og heilbrigði barnshafandi foreldris er í hættu í vinnunni getur viðkomandi átt rétt á lengra fæðingarorlofi þann tíma.
Skilyrði:
Ekki er hægt að tryggja öryggi viðkomandi,
Það er nauðsynlegt að veita viðkomandi leyfi frá störfum.
Vinnuveitandi hefur reynt að breyta tímabundið vinnuskilyrðum eða vinnutíma viðkomandi eða fela þeim önnur verkefni.
Gögn sem þurfa að berast auk hefðbundinna umsóknargagna:
Vottorð og rökstuðningur vinnuveitanda um að veita barnshafandi foreldri leyfi frá störfum vegna öryggis.
Afrit af ráðningarsamningi.
Barnshafandi foreldri sem verður að leggja niður störf af heilsufarsástæðum sem tengjast meðgöngu meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag getur átt rétt á lengra fæðingarorlofi þann tíma. Það getur þó ekki verið lengra en 2 mánuðir.
Sama á við um ef viðkomandi er á atvinnuleysisbótum en er ekki virkur í atvinnuleit vegna meðgöngutengdra veikinda.
Með heilsufarsástæðum er átt við:
Sjúkdóma sem koma upp vegna meðgöngu og valda óvinnufærni.
Sjúkdóma, tímabundna eða langvarandi, sem versna á meðgöngu og valda óvinnufærni.
Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu eða til að vernda heilsu fósturs, enda valdi meðferðin óvinnufærni.
Gögn sem þurfa að berast auk hefðbundinna umsóknargagna:
Læknisvottorð vegna veikinda.
Vottorð vinnuveitanda vegna veikindaréttar.
Komi upp alvarleg veikindi barnshafandi foreldris í tengslum við fæðinguna er heimilt að framlengja fæðingarorlof viðkomandi um allt að 2 mánuði.
Skilyrði:
Veikindin má rekja til fæðingarinnar sjálfrar.
Barnshafandi foreldri hefur af þeim völdum verið ófært um að annast um barn sitt í fæðingarorlofinu, að mati sérfræðilæknis.
Gögn sem þurfa að berast:
Læknisvottorð vegna veikinda barnshafandi foreldris.
Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að 7 mánuði ef um er að ræða alvarleg veikindi barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar.
Gögn sem þurfa að berast auk hefðbundinna umsóknargagna:
Vottorð vegna alvarlegra veikinda og/eða fötlunar barns.
Eitt foreldri fær allt að 12 mánaða rétt
Í eftirfarandi tilvikum eykst réttur eins foreldris til fæðingarorlofs.
Einhleypt foreldri sem gengist hefur undir tæknifrjóvgun, hefur frumættleitt barn eða tekið í varanlegt fóstur á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi.
Foreldri sem getur ekki feðrað barn sitt getur átt rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi.
Ef foreldri andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi getur eftirlifandi foreldri átt rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi.
Foreldri barns þar sem hitt foreldrið á hvorki rétt hér á landi né sjálfstæðan rétt til í öðru ríki getur öðlast rétt til fæðingarorlofs í allt að 12 mánuði.
Eigi hitt foreldrið rétt í öðru ríki dregst sá tími frá.
Ef foreldri er ófært um að annast barn sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss á fyrstu 24 mánuðum eftir fæðingu má framselja rétt sem hefur ekki verið nýttur til hins foreldrisins.
Ástand foreldris skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast það.
Í tilviki frumættleiðingar eða varanlegs fósturs er miðað við 24 mánuði eftir að barnið kom inn á heimilið.
Ef foreldri er ófært að annast um barn sitt vegna afplánunar refsivistar á fyrstu 24 mánuðum eftir fæðingu þess má framselja rétt sem hefur ekki verið nýttur til hins foreldrisins.
Í tilviki frumættleiðingar eða varanlegs fósturs er miðað við 24 mánuði eftir að barnið kom inn á heimilið.
Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili.
Réttur foreldris sem sætir nálgunarbanni gagnvart barni sínu, hinu foreldrinu og/eða brottvísun af heimili, og er af þeim völdum ófært um að annast barn sitt á fyrstu 24 mánuðum eftir fæðingu þess, getur færst yfir til hins foreldrisins.
Þegar liggur fyrir að forsjárlaust foreldri muni ekki annast barn sitt á fyrstu 24 mánuðum eftir fæðingu þess, þar sem það hefur ekki umgengni við barnið samkvæmt niðurstöðu lögmælts stjórnvalds eða dómstóla, er heimilt að færa ónýttan rétt forsjárlausa foreldrisins yfir á hitt foreldrið.
Hið sama gildir ef umgengni forsjárlausa foreldrisins er verulega takmörkuð, svo sem undir eftirliti, samkvæmt niðurstöðu lögmælts stjórnvalds eða dómstóla.
Við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma sem barn kemur inn á heimili.
Forsjárlausir foreldrar
Forsjárlaust foreldri getur nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.
Forsjárlaust foreldri þarf að fá samþykki þess foreldris sem fer með forsjá barnsins um að það hafi umgengni við barnið þann tíma sem fæðingarorlof stendur yfir.
Ef foreldrar eru ekki í hjónabandi eða skráðri sambúð þarf að feðra barnið, það er, faðernisviðurkenning verður að fara fram og fæðingarvottorð að berast útgefið af Þjóðskrá.
Faðernisviðurkenning getur farið fram hjá Þjóðskrá, sýslumanni eða fyrir dómara í dómsmáli til feðrunar barns.
Um forsjá og rétt til fæðingarorlofs
Sameiginleg forsjá
Ef foreldrar barns eru í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns eru foreldrar með sameiginlega forsjá.
Ef barnshafandi foreldri er ekki í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns fer það foreldri eitt með forsjá þess.
Réttur fellur niður
Réttur til fæðingarorlofs fellur niður:
þegar barn verður tveggja ára eða tveimur árum eftir að barnið kom inn á heimilið vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs.
við andlát barns. Foreldrar geta þá átt rétt á sorgarleyfi.
frá þeim degi er foreldri lætur frá sér barn vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs. Í þessum tilvikum geta kynforeldrar átt sameiginlegan rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofi eftir fæðingu barns.