Fara beint í efnið

Tjónaökutæki og viðgerðarferill

Tilkynning til ökutækjaskrár um tjónaökutæki

Skráning ökutækis sem tjónaökutæki II

Ökutæki sem lent hefur í óhappi og tilkynnt hefur verið af tryggingafélagi til Samgöngustofu er skráð sem "Tjónaökutæki II". Einnig breytist skráningin "Tjónaökutæki I" sjálfkrafa í skráninguna "Tjónaökutæki II" hafi ekki verið óskað eftir endurmati innan 20 daga. Faggiltar skoðunarstofur ökutækja hafa heimild til að framkvæma endurmat. Endurmat getur staðfest að um tjónaökutæki er að ræða eða leitt til niðurfellingar á tjónaskráningu.

Mat og skráning ökutækis sem "Tjónaökutæki II"

Við skráningu ökutækis sem "Tjónaökutæki II" og við framkvæmd endumats á "Tjónaökutæki I" er stuðst við ítarlegri viðmiðanir en gert er þegar ökutæki er skráð sem "Tjónaökutæki I". Viðkomandi aðilar þurfa að hafa menntun og reynslu á þessu sviði og fellur því í hlut tjónadeilda tryggingafélaganna og faggiltra skoðunarstofa ökutækja.

Grundvöllur að mati á því hvort ökutæki ætti að vera merkt "Tjónaökutæki II" byggist á efrifarandi atriðum:

  • Rammar skemmst umhverfis límdar rúður: Framrúða ökutækis telst til burðarvirkis, sé hún límd, og má ramminn umhverfis hana ekki hafa skemmst. Sama gildir um aðrar límdar rúður sem eru hluti af burðarvirki ökutækis. Athuga að afmarkaðar skemmdir á límdum rúðum sem ekki eru hluti af stærra tjóni, t.d. stjarna eða sprunga eftir steinkast, valda ekki skráningu sem tjónaökutæki.

  • Hjólabúnaður bognað eða færst úr stað: Til hjólbúnaðar ökutækja teljast m.a. ásar, festingar, fjaðrabúnaður og hjól. Skoða hvort festingar hjólabúnaðar ökutækis, sem teljast til burðarvirkis, hafi gengið til og hvort sýnileg merki séu um að hjóla- eða stýrisbúnaður hafi bognað eða færst úr stað.

  • Líknarbelgir/loftpúðar sprungið út: Á við um alla líknarbelgi/loftpúða ökutækis.

  • Öryggisbeltastrekkjarar virkjaðir eða teygst hefur á öryggisbelti: Sést að öryggisbeltastrekkjarar hafa verið virkjaðir. Einnig ef teygst hefur á öryggisbelti (sést að saumar eru skemmdir eða ójafnir).

  • Hjól og stýrisbúnaður bognað eða færst úr stað: Öxull/ás eða hjól hefur gengið til og sýnileg merki eru um að hjóla- eða stýrisbúnaður hafi bognað eða færst úr stað.

  • Burðarvirki bognað eða festingar gengið til: Sýnileg merki eru um að burðarvirki yfirbyggingar eða sjálfstæð grind hafi bognað. Sérstaklega skal athuga festingar fyrir fjaðrabúnað og stýrisbúnað. Kýttur grindarendi myndar oftast skekkju á hjóla- og stýrisbúnaði.

  • Snúningur eða beygja á yfirbyggingu: Sýnileg merki eru um snúning eða beygju á yfirbyggingu. Sést m.a. með því að bera saman hurðargöt og gluggagöt. Ef um hliðartjón er að ræða er hægt að bera saman hurðabil milli hurða á sömu hlið eða milli hliða (gengið út frá því að hurðabil sé alltaf það sama á óskemmdu ökutæki).

  • Þverbrot í þaki yfirbyggingar: Þverbrot í þaki er öruggt merki um skekkju í burðarvirki (brotið er oft sýnilegt ofan við aftari framhurðarstaf).

Frekari skýringar á einstökum hugtökum og tilvikum:

  • Burðarvirki: Til burðarvirkis ökutækja heyrir sjálfberandi yfirbygging og grind eftir því sem við á. Einnig öryggisbúr farþega sem og burðar- og öryggisbitar yfirbyggingar. Hafi burðar­virki ökutækis skemmst telst það tjónaökutæki.

  • Framrúða: Framrúða ökutækis telst til burðarvirkis, sé hún límd. Aðrar límdar rúður sem eru hluti af burðarvirki ökutækis eiga einnig við. Við skipti á límdum framrúðum skal fara eftir fyrir­mælum framleiðanda. Hafi rammi í kringum framrúðu ökutækis skemmst skal skrá ökutækið sem tjónaökutæki og notkun þess bönnuð þar til viðgerð fer fram á viðurkenndu verkstæði. Einangraðar skemmdir á límdum rúðum sem ekki eru hluti af stærra tjóni, t.d. stjarna eða sprunga eftir steinkast, skal meðhöndla eftir útlistingu skoðunarhandbókar öku­tækja og telst ökutækið þá ekki vera tjóna­ökutæki.

  • Hjólabúnaður: Til hjólbúnaðar ökutækja teljast m.a. ásar, festingar, fjaðrabúnaður og hjól. Hafi festingar hjólabúnaðar ökutækis, sem teljast til burðarvirkis, gengið til og sýnileg merki eru um að hjóla- eða stýrisbúnaður hafi bognað eða færst úr stað, telst það tjóna­ökutæki.

  • Öryggisbúnaður: Til öryggisbúnaðar ökutækja teljast m.a. öryggisbelti, líknarbelgir/loft­púðar sem og annar virkur öryggisbúnaður svo sem myndavéla- og nándarbúnaður. Hafi líknar­belgir/loftpúðar ökutækis sprungið út, telst það tjónaökutæki. Ökutæki telst einnig tjónaökutæki ef öryggisbeltastrekkjarar hafa verið virkjaðir og/eða teygst hefur á öryggis­belti.

Tilkynning til ökutækjaskrár um tjónaökutæki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa