Fara beint í efnið

Tjónaökutæki og viðgerðarferill

Tilkynning til ökutækjaskrár um tjónaökutæki

Skráning ökutækis sem tjónaökutæki I

Ökutæki sem lent hefur í óhappi og tilkynnt hefur verið af lögreglu eða Skattinum (tollasviði) til Samgöngustofu er skráð sem "Tjónaökutæki I". Sú skráning gildir í 20 daga og breytist svo sjálfkrafa í skráninguna "Tjónaökutæki II" hafi ekki verið óskað eftir endurmati.

Mat og skráning ökutækis sem "Tjónaökutæki I"

Grundvöllur að mati lögreglu og Skattsins (tollasviðs) á því hvort ökutæki ætti að vera merkt "Tjónaökutæki I" byggist á nokkrum einföldum atriðum. Ekki þarf sérstaka menntun eða reynslu á sviði bifvélavirkjunar til að geta framkvæmt eftirfarandi mat:

  • Líknarbelgir/loftpúðar hafa sprungið út: Gildir um alla líknarbelgi/loftpúða ökutækis, hvort sem þeir eru í stýri, í mælaborði, í hliðum eða annars staðar.

  • Ökutæki er óökuhæft vegna skemmda á hjóla- eða stýrisbúnaði: Hjólabúnaður eða stýrisbúnaður er á einhvern hátt skemmdur sem veldur því að ekki er hægt að aka ökutækinu. Sprungið dekk, ef felga sýnist óskemmd, veldur þó ekki eitt og sér merkingu.

  • Ökutæki hefur oltið: Beyglur og skemmdir eru verulegar víða á yfirbyggingu, hurðir mögulega gengnar úr lagi (passa ekki lengur í dyragöt), rúður eru brotnar eða farnar úr.

  • Verulegt hliðartjón á ökutæki: Augljósar skemmdir eru á sílsum (bitanum undir hurðunum á hvorri hlið), oft með þeim afleiðingum að hurðir virka ekki eðlilega eða hefur aflögun á dyragötum í för með sér.

Tilkynning til ökutækjaskrár um tjónaökutæki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa