Fara beint í efnið

Skyldur skipaðs lögráðamanns

Lögráðamanni ber að haga störfum sínum í þágu hins ólögráða eins og best hentar hag hans hverju sinni. Lögráðamaður skal hafa samráð við hinn ólögráða um framkvæmd starfa síns, eftir því sem við verður komið, nema um minni háttar ákvarðanir sé að ræða.

Ef einstaklingur hefur verið sviptur sjálfræði

Lögráðamaður sjálfræðissvipts einstaklings hefur heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hans sem hann er ófær um að taka sjálfur. Ákvörðunin er bindandi eins og hinn sjálfræðissvipti hefði gert hana sjálfur. 

Lögráðamaður aðila sem hefur verið sviptur sjálfræði þarf að skila skýrslu um skjólstæðing sinn til sýslumanns á 12 mánaða fresti.

Ef einstaklingur hefur verið sviptur fjárræði

Lögráðamaður ófjárráða einstaklings ræður yfir fé hans, nema lög segi til um annað. 

Lögráðamaður hins fjárræðissvipta þarf að skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. apríl ár hvert, þar sem fram koma helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðingsins sem teknar voru á liðnu ári.

Skýrsla um fjárhald, fyllist út af lögráðamanni eða ráðsmanni

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15