Fara beint í efnið

Sambúðarslit

Beiðni um gerð samnings vegna slita á sambúð

Sambúðarslit fólks sem ekki á saman barn/börn undir 18 ára aldri

Við sambúðarslit fólks sem ekki á saman barn/börn undir 18 ára aldri nægir að tilkynna Þjóðskrá um breytt heimilisfang

Sambúðarslit fólks sem eiga saman barn/börn undir 18 ára aldri

Panta þarf viðtalstíma hjá sýslumanni til að slíta skráðri sambúð einstaklinga sem eiga saman barn/börn undir 18 ára aldri. Hægt er að fylla út beiðni um gerð samnings vegna slita á sambúð stafrænt eða bóka tíma hjá sýslumanni í því umdæmi sem annað foreldranna býr.

Við sambúðarslit þarf að ákveða:

Við sambúðarslit er báðum foreldrum skylt að tryggja að réttur barns til framfærslu sé virtur.

Við sambúðarslit er foreldrum skylt að tryggja að barn hafi umgengni við báða foreldra eftir sambúðarslitin. Foreldri eða foreldrar geta óskað eftir að sýslumaður taki til meðferðar umgengnismál samhliða máli vegna sambúðarslita.

Fjárskipti

Sýslumaður kemur ekki að fjárskiptum vegna sambúðarslita. Greini aðila á er þeim bent á að leita sér aðstoðar lögmanns. 

Skráning í sambúð að nýju

Ef foreldrar skrá sig í sambúð að nýju á vef Þjóðskrár, verður forsjá sameiginleg að nýju og staðfesting sýslumanns vegna sambúðarslita fellur niður.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér

Samvinna eftir skilnað

Vakin er athygli á þjónustu SES, samvinna eftir skilnað barnanna vegna, sjá vefsíðuna www.samvinnaeftirskilnað.is. Um er að ræða námskeið fyrir foreldra og börn á vefsíðunni og einnig sérhæfða ráðgjöf af hálfu sveitarfélaga, m.a. vegna forsjár og umgengni.

Lög og reglugerðir

Beiðni um gerð samnings vegna slita á sambúð

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15