Fara beint í efnið

Vegabréfsáritun til Íslands

Áritun fyrir margar komur

Hægt er að fá útgefna vegabréfsáritun sem heimilar fleiri en eina komu inn á Schengen-svæðið á gildistíma áritunarinnar. Gildístíminn getur verið frá sex mánuðum til fimm ára.

Þrátt fyrir það má viðkomandi ekki dvelja lengur en samanlagt 90 daga á 180 daga tímabili á Schengen-svæðinu.

Áritun fyrir fleiri en eina komu er almennt ekki veitt í fyrsta sinn sem sótt er um áritun.

Skilyrði

Umsækjandi þarf að sýna fram á

  • að hann þurfi að ferðast oft og/eða reglulega, einkum vegna starfs síns eða fjölskylduaðstæðna, dæmi:

    - kaupsýslumenn

    - opinberir starfsmenn, sem eru að staðaldri í opinberum tengslum við aðildarríki og stofnanir Evrópusambandsins

    - fulltrúar borgaralegra samfélagsstofnana, sem ferðast í því skyni að afla sér menntunar og taka þátt í málstofum og ráðstefnum,

    - aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES/EFTA borgara

    - aðstandendur ríkisborgara þriðju ríkja sem dveljast löglega í aðildarríkjunum

    - sjómenn

  • löglega notkun fyrri vegabréfsáritana

  • fjárhagsstöðu sína í upprunalandinu

  • að það sé einlægur ásetningur hans að fara út af Schengen-svæðinu áður en vegabréfsáritunin, sem sótt er um, rennur út.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun