Kæruleiðir vegna synjunar um vegabréfsáritun
Synjun Útlendingastofnunar
Ef Útlendingastofnun synjar umsókn um vegabréfsáritun, getur umsækjandi kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík eða með tölvupósti: postur@knu.is. Í kærunni þurfa að koma fram upplýsingar um tilvísunarnúmer, fullt nafn, ríkisfang og dagsetning synjunarinnar.
Kæru þarf að leggja fram innan 15 daga frá því að umsækjanda var tilkynnt um ákvörðunina. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu kærunefndar.
Synjun erlends sendiráðs/ræðisskrifstofu
Ef erlent sendiráð synjar umsókn um vegabréfsáritun fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, getur umsækjandi kært þá ákvörðun til viðkomandi fyrirsvarsríkis samkvæmt leiðbeiningum í synjunarbréfi.
Ef gestgjafi vill kæra ákvörðun fyrir hönd umsækjanda, verður hann að hafa skriflegt umboð til þess.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun