Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Samstarfsverkefni um vinnustaðamenningu í skólum

Vinnueftirlitið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands eiga í samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að meta áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsfólks leik- og grunnskóla. Stefnt er að því að verkefninu ljúki í árslok 2025.

Verkefnið byggir á niðurstöðum nýrrar könnunar um stöðu fólks á íslenskum vinnumarkaði sem gerð var fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Vinnueftirlitið í lok árs 2022. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að gefa aðstæðum starfsfólks í leik- og grunnskólum meiri gaum með hliðsjón af vellíðan þess í starfi.

Verkefninu er ætlað að beina athyglinni að sálfélagslegum þáttum í vinnuumhverfi innan leik- og grunnskóla, þar á meðal að styrkja góð áhrif heilbrigðrar vinnustaðamenningar, skipulags og samskipta. Minni áhersla er á aðra áhættuþætti sem snúa til dæmis að loftgæðum og hljóðvist.

Almennt um verkefnið

Hér er stutt myndband með kynningu á verkefninu:

Kynningin er jafnframt aðgengileg á glæruformi.

Áherslur verkefnisins eru þríþættar:

  • Að veita stjórnendum og starfsfólki stuðning og fræðslu til að efla góða heilsu, vellíðan og öryggi starfsfólks.

  • Að hvetja vinnustaði til að rýna vinnustaðamenningu sína, þar á meðal ríkjandi gildi og viðhorf innan vinnustaðarins.

  • Að veita vinnustöðum stuðning viðað skapa heilbrigða vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á virkni, jákvæð viðhorf og vellíðan í starfi þar sem stefnt er að þátttöku starfsfólks.

Hugmyndafræðilegur grunnur verkefnisins: Líkan um vellíðan í starfi

Grunnur samstarfsverkefnisins um vinnustaðamenning og vellíðan í skólum er líkan sem lýsir mikilvægum þáttum í vinnuumhverfi skóla sem hafa áhrif á vellíðan starfsfólks.

Hér er stutt myndband með kynningu á líkaninu. Einnig umfjöllun um þætti sem það byggir á og hvernig þeir tengjast vellíðan starfsfólks:

Kynningin á líkaninu er líka aðgengileg á glærum.

Hér má síðan nálgast bókarkafla um líkanið og fræðilegan grunn þess. Heilsueflandi forysta, heilbrigt starfsumhverfi og vellíðan í starfi. Höfundur: Sigrún Gunnarsdóttir (2021).

Heilbrigð vinnustaðamenning í leik- og grunnskólum

Heilbrigð vinnustaðamenning er einn af grunnþáttum árangurs í skólum og hefur bein áhrif á vellíðan starfsfólks og árangur starfsins.

Hér er myndband með stuttri kynningu á vinnustaðamenningu. Fjallað er um hvað einkennir heilbrigða vinnustaðamenningu og hvaða þættir skapa heilbrigða vinnustaðamenningu í skólum:

Kynningin á glæruformi.

Vinnueftirlitið hefur einnig gefið út myndbönd um vinnustaðamenningu og traust í vinnuumhverfinu

Árangursrík forysta í leik- og grunnskólum

Forysta og vinnustaðamenning eru náskyldir þættir og hafa sterk áhrif á vinnuumhverfi, vinnstaðamenninguna og vellíðan starfsfólks skóla.

Hér er myndband með stuttri kynningu á forystu. Þar er fjallað um hvað einkennir árangursíka forystu og hvaða áherslur leiðtoga eru valdeflandi og hafa góð áhrif á vellíðan starfsfólks:

Kynningin á glæruformi.