Vitundarátak um öryggi á vinnusvæðum við vegi
14. maí 2024
Vitundarátakið Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér stendur nú yfir. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Samgöngustofu en fjöldi verktaka mun taka þátt með því að setja upp skilti til að minna fólk á að aka varlega; enda séu mæður, feður, ömmur, afar, frændur og frænkur að störfum.
Ætlunin með átakinu er að auka vitund vegfarenda um öryggi á vinnusvæðum á og við vegi landsins.
Vinnueftirlitið tekur heilshugar undir skilaboðin og minnir á að öll viljum við koma heil heim úr vinnu.
Í meðfylgjandi fræðslumyndbandi er fjallað um hvernig hvernig aka skal fram hjá og í gegnum framkvæmda- og vinnusvæði og hvatt til að hugsa til þeirra sem vinna við hættulegar aðstæður innan um þunga umferð.