Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Eftirlitsskýrslur sendar rafrænt

12. maí 2021

Vinnueftirlitið mun framvegis eiga í rafrænum samskiptum við vinnustaði í tengslum við eftirlitsheimsóknir.

Hefur orðið vinnuslys?

Það þýðir að eftirlitsskýrslur, og önnur bréf sem þeim tengjast, verða sendar rafrænt á netföng forsvarsmanna vinnustaða og fulltrúa starfsmanna sem taka þátt í eftirlitsheimsóknum, nema óskað sé sérstaklega eftir því að þær verði jafnframt póstlagðar.

Þessi breyting er liður í þeirri vegferð stofnunarinnar að nýta upplýsingatæknina til að bjóða upp á markvissa og skilvirka þjónustu. Rafrænar sendingar eru notendavæn samskiptaleið þar sem þær koma allar á einn stað og leiða til betri rekjanleika í allri upplýsingagjöf. Jafnframt er um að ræða umhverfisvæna samskiptaleið þar sem dregur úr pappírsnotkun og umferð sem aftur leiðir til minni kolefnislosunar.