Það er okkur ánægja að tilkynna að bókin Leitin að peningunum, leiðarvísir að fjárhagslegu sjálfstæði er nú komin út.
Bókin er skrifuð í framhaldi af hlaðvarpinu Leitin að peningunum sem framleitt var af Kolbeini Marteinssyni fyrir umboðsmann skuldara, Gunnar Dofri Ólafsson hafði umsjón með þáttunum og eru þeir jafnframt höfundar bókarinnar.
Bókin er gefin út með stuðningi frá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.