Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Umboðsmaður skuldara Forsíða
Umboðsmaður skuldara Forsíða

Umboðsmaður skuldara

Leitin að peningunum - Leiðarvísir að fjárhagslegu sjálfstæði

26. febrúar 2025

Það er okkur ánægja að tilkynna að bókin Leitin að peningunum, leiðarvísir að fjárhagslegu sjálfstæði er nú komin út. Bókin er skrifuð í framhaldi af hlaðvarpinu Leitin að peningunum sem framleitt var af Kolbeini Marteinssyni fyrir umboðsmann skuldara, Gunnar Dofri Ólafsson hafði umsjón með þáttunum og eru þeir jafnframt höfundar bókarinnar. Bókin er gefin út með stuðningi frá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Leitin að peningunum - forsíða

Bókin er hugsuð fyrir allt fólk sem vill tileinka sér betri hegðun þegar kemur að peningum og um leið taka fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu sjálfstæði, henni er í senn ætlað að vera hagnýt og hvetjandi fyrir lesendur og er skrifuð jafnt fyrir fermingarbörn sem forstjóra.
Markmið umboðsmanns skuldara með Leitinni að peningunum er fyrst og fremst að vekja einstaklinga til umhugsunar um fjármál og peninga og ekki síst gæði þau sem felast í því að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði.

Það geta allir náð árangri í fjármálum og jafnvel haft ánægju af.


Bókin er í 23 sjálfstæðum köflum þar sem ýmsir þætti fjármála eru skoðaðar.

  • Tilfinningar og peningar, fjárhagslegir ósiðir.

  • Neyslulán og góð ráð við uppgreiðslu skulda.

  • Mikilvægi sparnaðar og fjárfestinga

  • Innkaup til heimilis og neyslusálfræði

  • Lífeyrismál og sparnaður til framtíðar

Bókin er myndskreytt af Rán Flygenring sem nær að kjarna efni bókarinnar á einstakan hátt.

Umboðsmaður skuldara, Ásta Sigrún Helgadóttir afhenti Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra fyrst eintakið á dögunum.

Stjórnarráðið | Leitin að peningunum: Ráðherra fékk fyrsta eintakið afhent

„Það er ósk höfunda og okkar hjá umboðsmanni skuldara að sem flestir hafi tækifæri til að nýta sér efni bókarinnar til góðra verka í eigin fjármálum. Upplýst umræða og aukin þekking styrkir okkur öll, eykur víðsýni og leggur grunn að nýjum tækifærum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Bókin er aðgengileg öllum á rafrænu formi án endurgjalds.

Hér er hægt að hlaða niður bókinni á rafbókarformi.

Notast má við forrit eins og Kindle eða önnur e-bókar forrit til að lesa bókina.

Hljóðbókarútgáfa verður aðgengileg innan tíðar.